Höggmyndarinn Páll á Húsafelli birti harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann svaraði yfirlýsingu nágranna síns Sæmundar Ásgeirssonar sem DV birti í vikunni. Forsaga málsins er sú að Páli var gert með dómi Héraðsdóms að láta rífa steinasafnsbyggingu sína á Húsafellsjörðinni, að viðlögðum dagsektum, eftir að Sæmundur stefndi honum fyrir dóm.
Niðurrif hússins er hafið og því á að ljúka í lok mánaðarins. Í yfirlýsingu Sæmundar sem má lesa neðst í þessari frétt segir meðal annars að hann hafi leitað stíft eftir samningum við Pál, ennfremur að Páll hafi vitað að byggingin væri ólögleg áður en hafist var handa. Þá er staðhæft að Helgi Kristinsson, stjórnandi sjálfseignarstofnunarinnar Gömlu sporin, fari í raun með mál Páls og stýri viðbrögðum hans í deilunni. Hann eigi í raun ekkert sökótt við Pál sjálfan. Ennfremur er staðhæft að Sæmundur hafi lagt til að dagsektir yrðu felldar niður ef samningar tækjust.
Þá segir að kröfur gagnvart Páli hafi aðeins verið lítill hluti af málatilbúnaði Sæmundar en kröfur beinist einnig gegn sveitarfélaginu Borgarbyggð en sveitarstjórnin er sökuð um að hafa reynt að neyða Sæmund til að samþykkja óleyfisbyggingar á jörðinni gegn því að sveitarstjórnin veitti jákvæða umsögn varðandi rekstarleyfi fyrir gistihús Sæmundar á jörðinni Húsafell 1. Ekki hefur tekist að fá rekstrarleyfi fyrir gistihúsið á meðan, að sögn Sæmundar, fjöldi annarra aðila hefur fengið gistihúsaleyfi á svæðinu.
Sjá einnig: Nágranni Páls á Húsafelli birtir yfirlýsingu
Páll birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann svarar yfirlýsingu Páls. Segir hann að allt frá því dómurinn féll hafi staðið yfir samningaviðræður milli hans og Sæmundar með það markmið að forðast niðurrif steinasafnsins. Kröfur Sæmundar hafi verið í senn yfirgengilegar, óaðgengilegar og síbreytilegar.
Inn í deiluna fléttast einnig ásakanir um að Sæmundur hafi tekið í óleyfi legsteina frá Páli sem hann segist hafa fengið að láni og vitni séu að því.
Páll segir að Sæmundur hafi meðal annars krafist þess að hann ætti aðeins taka á móti 200 gestum á dag og hann skyldi, án endurgjalds, leggja Sæmundi til spildu í landi sínu án endurgjalds. Þá skyldi hann heimila að lagður yrði vegur að bílastæði frá bílastæði Páls að fyrirhugaðri sumabúsabyggð í landi Sæmundar.
Samkvæmt heimildum DV standa yfir samningaviðræður milli málsaðila í dag og hugsanlegt er að sátt náist í málinu.
Málið er í senn flókið en áhugavert. Best er að áhugasamir lesendur kynni sér efnið milliliðalaust.
Hér að neðan birtist allur texti yfirlýsingar Páls á Húsafelli í gær. Þar fyrir neðan birtist yfirlýsing frá Sæmundi þar sem hann svarar röksemdum Páls lið fyrir lið. Neðst eru síðan samningsdrögin sem Sæmundur kynnti og Páll deilir á í sinni færslu.
Færsla Páls á Húsafelli:
Yfirgengilegar og óaðgengilegar kröfur Sæmundar Ásgeirssonar og óskiljanleg stjórnsýsla Borgarbyggðar
Allt frá því að dómur gekk í máli því sem Sæmundur Ásgeirsson höfðaði gegn mér, hafa verið í gangi viðræður milli okkar sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir að fullnusta þyrfti dóminn með því að fjarlægja legsteinahúsið. Lengi vel hafði ég ástæðu til að ætla að samningar væru að nást, enda fann ég í hjarta mínu að það myndi valda mér ómældri sorg ef húsið yrði fjarlægt.
Ég gerði mér hins vegar ljóst nú þegar komið var fram á sumar að þær vonir væru óraunhæfar, sífellt komu fram ný skilyrði af hálfu Sæmundar sem bæði snéru að mér, en þó miklu frekar Borgarbyggð og því ekki nema að litlu leyti í mínu valdi að bregðast við.
Þær kröfur sem að mér snéru voru m.a:
Þær kröfur sem snéru að Borgarbyggð voru m.a:
Hvað viðvíkur Borgarbyggð hef ég fyrst og fremst gengið út frá því að ég geti treyst stjórnsýslu sveitarfélagsins, þó ég sé ekkert endilega alltaf sammála efnislegri niðurstöðu hennar. Í íslensku samfélagi eru löglíkur taldar á réttmæti þess sem frá stjórnvöldum kemur. Ég leyfði mér að halda ótrauður áfram uppbyggingu legsteinahússins með gilt byggingarleyfi í hönd, þrátt fyrir að búið væri að kæra það og deiliskipulagið. Það kom á daginn að stjórnsýsla sveitarfélagsins stóðst ekki skoðun, líkt og fram hefur komið hjá sveitarstjóranum í viðtali á dögunum.
Að nýju fékk ég útgefið byggingarleyfi og gat haldið uppbyggingunni áfram en aftur var það fellt þar sem sem byggingarleyfið byggði ekki á réttri skilgreiningu. Það var víst ekki heimilt að gefa út byggingarleyfi fyrir „legsteinageymslu“, heldur einungis „geymslu“.
Í þriðja sinni lagði ég inn umsókn til Borgarbyggðar um byggingarleyfi fyrir „geymslu“ í þetta sinnið og þá fyrst og fremst til þess að bjarga húsinu. Engin afgreiðsla erindisins kom frá stjórnsýslu Borgarbyggðar fyrr en ég óskaði eftir því að erindi mitt yrði tekið fyrir og afgreitt.
Var erindinu þá frestað þar til nýtt aðalskipulag yrði að veruleika, sem enn hefur ekki orðið.
Mér er það því óskiljanlegt hvernig sveitarstjórinn getur haldið því fram að ég hefði mátt vita betur. Hvernig getur sveitarfélagið firrt sig ábyrgð? Hvernig megum við íbúar Borgarbyggðar treysta stjórnsýslu sveitarfélagsins? Stendur sveitarstjórnin keik á bakvið þessa afstöðu sveitarstjórans?
Ég held að allir sem til þekkja geri sér grein fyrir að útilokað var, bæði fyrir mig og Borgarbyggð, að ganga að þessum afarkostum Sæmundar. Mér finnast öll vinnubrögð hans, þann langa tíma sem deilur okkar hafa staðið, einmitt hafa einkennst af „stífni, frekju og fégrægi“, eins og sjá má af því sem hér hefur verið rakið. Í heilt ár hef ég beðið og vonað að samningaviðræður skili jákvæðri niðurstöðu en á meðan telur hver dagur kr. 40.000,- á minn kostnað. Í samræmi við síðasta kröfubréf frá lögmanni Sæmundar sem dagsett er 22. júní s.l., er upphæð dagsekta kr. 7.520.000, miðað við 188 daga. Heimilið mitt er hér að veði.
Fyrir mér lítur svo út að Borgarbyggð hafi tekið afstöðu með Sæmundi enda hefur hann fengið jákvæða umsögn Borgarbyggðar um ótímabundið „bráðabirgða“ rekstarleyfi fyrir gistihús sitt, sem sýslumaður gaf og út.
Ég er óendanlega þakklátur fyrir að fá að halda steinhörpuskálanum sem geymir nú mörg mín dýrmætustu listaverk. Ég er hins vegar fórnarlambið í deilum Sæmundar við Borgarbyggð og fyrir vikið verður stór hluti af lífsstarfi mínu „lagður til hinstu hvílu“, á næstu dögum en vinna við niðurbrot legsteinasafnsins hefst um kl. 14.00 á morgun, fimmtudaginn 12. ágúst.
Húsafelli, 11. ágúst 2021
Páll Guðmundsson
Svar Sæmundar Ásgeirssonar við færslu Páls:
Svar við facebookfærslu Páls
Þær kröfur sem að mér snéru voru m.a:
Svar: Það hefur marg komið fram hjá lögfræðingum Páls að umferð myndi ekki aukast vegna þessarar byggingar. Sjá t.d. dóm Héraðsdóms Vesturlands og svör við fyrirspurnum ÚUA. Þessi tillaga var því talin rífleg en til umræðu. Í málsvörn lögmanns Páls segir:
„Stefndi mótmæli þeirri fullyrðingu stefnanda að hann hafi grenndarhagsmuni af kröfum sínum á þeirri forsendu að hin umdeildu mannvirki stefnda muni laða að gesti, hafa í för með sér aukna umferð á svæðinu og að gestir muni leggja farartækjum sínum í sameiginleg bílastæði. Liggi ekkert fyrir um það að í þessum húsum verði rekin starfsemi sem muni laða að gesti“
Svar: Hingað til hafa verið 10 bílastæði á mínu landi en með aðkomu frá landi Páls samkvæmt kvöð. Til að tryggja að stæðin yrðu ekki lögð undir gesti legsteinasafns vorum við Páll búnir að samþykkja skiptingu á aðkeyrslu að stæðum á mínu landi. Sú aðkeyrsla er á sameiginlegu svæði samkvæmt kvöð.
Svar: Vegurinn á mínu landi er til staðar og er frá bílastæðum á mínu landi. Það þarf engan nýjan veg í gegnum mitt land. Tekið var fram í drögunum að sumarhús yrðu þjónustuð frá Gamla bæ um veg sem er til staðar. Umferðin fer um héraðsveg að bílastæðum á mínu landi en ekki um hlaðið hjá þér. Umferð og ónæði vegna 6 sumarhúsa getur ekki verið mikil miðað við þann gestafjölda sem þú reiknar með að taka á móti ef 200 gestir á dag er ekki nægjanlegt. Allur sá fjöldi kemur inn á bílastæði sem er á mínu landi.
Svar: Ég fékk steinana lánaða. Þetta er auðvelt að sanna enda vitni til staðar. Ég hef ekki nafngreint neinn vegna þess að steinarnir voru fjarlægðir úr kirkjunni en þú leyfir þér a
ð halda því fram að ég hafi tekið þá án leyfis. Ég hef vitnisburð aðila sem var með mér þegar steinarnir voru fengnir að láni.
Svar: Vegurinn er héraðsvegur! Rotþróin er inni á landi Húsafells 1 en siturlögn nær inn á land Páls. Hún var á þessum stað þegar ég kaupi húsið, ræddu það mál við Ferðaþjónustuna Húsafelli. Kannski vill hún færa hana á sinn kostnað og þá kannski líka vatnslögn í gegnum mitt land.
Þær kröfur sem snéru að Borgarbyggð voru m.a:
Svar: Þetta er enn ein lýgin. Í drögunum var tekið fram að varðandi ónæði skyldu gilda almenn lög um slíkt en ekki geðþóttaákvarðanir Borgarbyggðar sem samkvæmt reglum sem hún er nýbúin að setja getur tekið leyfi af gistiheimilum komi kvörtun frá nágranna
Borgarbyggð skyldi greiða Sæmundi bætur að fjárhæð kr. 22.500.000 vegna tjóns, miska, vinnutaps og annars kostnaðar „vegna vinnubragða Borgarbyggðar“ frá 2016, gegn því að dagsektir þær sem mér ber að greiða yrðu felldar niður. Áður hafði Borgarbyggð tekið fálega í kröfu Sæmundar að fjárhæð kr. 2.000.000,-
Svar: Það var lögmaður Páls sem stakk upp á þessari upphæð, 2 milljónir í september 2020. Ég hef orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa máls síðastliðin fimm ár. Borgarbyggð hefur ekki svarað þessum samningsdrögum og afstaða Borgarbyggðar er því ekki þekkt. Einungis lögmannskostnaður er kominn í rúmlega þrjár milljónir vegna þessa samninga. Þar fyrir utan eru 4,6 milljóna lögmannskostnaður þegar búið er að taka tillit til þeirra tveggja milljóna sem Páll var dæmdur til að greiða og Borgarbyggð bauðst til að borga fyrir Pál. Tjón vegna niðurfellingar á rekstrarleyfi er líka mikið. Vinna við að verjast því að gistiheimilið yrði óstarfhæft vegna umferðar hefur verið mikil. Tap vegna þess að leyfi fékkst ekki fyrir einum leigubústað vegna tafa Borgarbyggðar er mikið, gerður hafði verið samningu um þriggja ára leigu. Rekstrartap vegna niðurfellingar á rekstrarleyfi er 1,4 milljónir. Þetta verður rætt við Borgarbyggð en ekki Pál.
Hvað viðvíkur Borgarbyggð hef ég fyrst og fremst gengið út frá því að ég geti treyst stjórnsýslu sveitarfélagsins, þó ég sé ekkert endilega alltaf sammála efnislegri niðurstöðu hennar. Í íslensku samfélagi eru löglíkur taldar á réttmæti þess sem frá stjórnvöldum kemur. Ég leyfði mér að halda ótrauður áfram uppbyggingu legsteinahússins með gilt byggingarleyfi í hönd, þrátt fyrir að búið væri að kæra það og deiliskipulagið. Það kom á daginn að stjórnsýsla sveitarfélagsins stóðst ekki skoðun, líkt og fram hefur komið hjá sveitarstjóranum í viðtali á dögunum.
Að nýju fékk ég útgefið byggingarleyfi og gat haldið uppbyggingunni áfram en aftur var það fellt þar sem sem byggingarleyfið byggði ekki á réttri skilgreiningu. Það var víst ekki heimilt að gefa út byggingarleyfi fyrir „legsteinageymslu“, heldur einungis „geymslu“.
Í þriðja sinni lagði ég inn umsókn til Borgarbyggðar um byggingarleyfi fyrir „geymslu“ í þetta sinnið og þá fyrst og fremst til þess að bjarga húsinu. Engin afgreiðsla erindisins kom frá stjórnsýslu Borgarbyggðar fyrr en ég óskaði eftir því að erindi mitt yrði tekið fyrir og afgreitt. Var erindinu þá frestað þar til nýtt aðalskipulag yrði að veruleika, sem enn hefur ekki orðið.
Mér er það því óskiljanlegt hvernig sveitarstjórinn getur haldið því fram að ég hefði mátt vita betur. Hvernig getur sveitarfélagið firrt sig ábyrgð? Hvernig megum við íbúar Borgarbyggðar treysta stjórnsýslu sveitarfélagsins? Stendur sveitarstjórnin keik á bakvið þessa afstöðu sveitarstjórans?
Athugasemdir: Ábyrgð Borgarbyggðar er mikil í þessu máli og hefur valdið báðum aðilum miklu tjóni. Hins vegar var Páll varaður við.
Ég held að allir sem til þekkja geri sér grein fyrir að útilokað var, bæði fyrir mig og Borgarbyggð, að ganga að þessum afarkostum Sæmundar. Mér finnast öll vinnubrögð hans, þann langa tíma sem deilur okkar hafa staðið, einmitt hafa einkennst af „stífni, frekju og fégrægi“, eins og sjá má af því sem hér hefur verið rakið. Í heilt ár hef ég beðið og vonað að samningaviðræður skili jákvæðri niðurstöðu en á meðan telur hver dagur kr. 40.000,- á minn kostnað. Í samræmi við síðasta kröfubréf frá lögmanni Sæmundar sem dagsett er 22. júní s.l., er upphæð dagsekta kr. 7.520.000, miðað við 188 daga. Heimilið mitt er hér að veði.
Svar: Tjón og útlagður kostnaður undanfarin fimm ár er meiri en lagt er til í drögum að verði greidd. Er ekki rétt að Borgarbyggð fái að taka afstöðu í því máli og semja um það? Engin krafa er gerð á Pál. Þetta eru því ekki afarkostir heldur samningsdrög sem ég get sætt mig við. Dagsektir hafa nú verið felldar niður á meðan gerð er seinasta tilraun til að ná sáttum.
Fyrir mér lítur svo út að Borgarbyggð hafi tekið afstöðu með Sæmundi enda hefur hann fengið jákvæða umsögn Borgarbyggðar um ótímabundið „bráðabirgða“ rekstarleyfi fyrir gistihús sitt, sem sýslumaður gaf og út.
Svar: Sýslumaður hefur gefið út fullgilt rekstrarleyfi fyrir öll sambærileg gistiheimili í Borgarbyggð. Gamli bær er eina gistiheimilið sem fékk höfnun. Því var svo breytt í ótímabundið rekstrarleyfi eftir kæru til atvinnuvegaráðuneytisins. Borgarbyggð hefur því sannarlega ekki tekið afstöðu með eiganda Húsafells 1.
Allt ferlið hefur einkennst af því að Borgarbyggð tekur ítrekað afstöðu með Páli. Gefin eru út byggingarleyfi ítrekað þó þau væru augljóslega ólögleg.
Ég er óendanlega þakklátur fyrir að fá að halda steinhörpuskálanum sem geymir nú mörg mín dýrmætustu listaverk. Ég er hins vegar fórnarlambið í deilum Sæmundar við Borgarbyggð og fyrir vikið verður stór hluti af lífsstarfi mínu „lagður til hinstu hvílu“, á næstu dögum en vinna við niðurbrot legsteinasafnsins hefst um kl. 14.00 á morgun, fimmtudaginn 12. ágúst.
Svar: Þú getur enn bjargað húsinu, en kýst að svara með eintómum rangfærslum.
Sæmundur hefur afhent þau drög að samkomulagi sem hann kynnti Páli fyrr í sumar. Má lesa samningsdrögin með því að smella á tengilinn hér að neðan.