fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fréttir

Elvar lætur MAST og Arctic Fish heyra það fyrir að vaða í Veigu – „Væri ekki nær að líta í eigin barm“

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 17:30

Veiga Grétarsdóttir Mynd/Valli Skjáskot af fiskum/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna eða North Atlantic Salmon Fund (NASF), er ekki sáttur með viðbrögð Arctic Fish og Matvælastofnunar (MAST) vegna mynda sem kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók af fiskum í sjókvíaeldi frá fyrirtækinu. Hann ræðir þessi viðbrögð í pistli á Vísi. 

Líkt og DV greindi frá sendi Arctic Fish frá sér yfirlýsingu í gær þar sem Veiga var sökuð um brot sóttvarnareglum sem varða sjókvíaeldissvæði. Þeir vilja meina að fólk sem ekki fær leyfi frá fyrirtækinu til að fara að stöðvunum geti mögulega borið með sér sýkingar úr öðrum fjörðum.

Sjá einnig: Arctic Fish sakar Veigu um brot á sóttvarnareglum – Afmyndaðir fiskar í sjókvíaeldi

Í dag birtist frétt á bb.is þar sem sérfræðingur hjá MAST gagnrýnir Veigu fyrir að brjóta sóttvarnareglur. Ekkert er minnst á ástand fiskanna. Elvar Örn segir þessi vinnubrögð vera fráleit.

„MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu,“ segir í pistli Elvars.

Hann vill meina að með þessum viðbrögðum séu sjókvíaeldisfyrirtækin að skjóta sendiboðann en Arctic Fish hefur einnig sagt að þeir efist um að myndirnar séu úr kvíum frá þeim. Í pistli Elvars kemur einnig fram að 1.350.000 eldislaxar hafi drepist í íslenskum sjókvíum það sem af er ári.

„Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi,“ spyr hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni
Fréttir
Í gær

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Í gær

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu
Fréttir
Í gær

Viðræður um kaup Heimildarinnar á Mannlífi langt komnar – Tveir hætta í stjórn vegna ákvörðunarinnar

Viðræður um kaup Heimildarinnar á Mannlífi langt komnar – Tveir hætta í stjórn vegna ákvörðunarinnar
Fréttir
Í gær

Þrír drengir á unglingsaldri réðust á tíu ára dreng við Rimaskóla – „Hann er mjög aumur í maganum og enn þá í miklu sjokki“

Þrír drengir á unglingsaldri réðust á tíu ára dreng við Rimaskóla – „Hann er mjög aumur í maganum og enn þá í miklu sjokki“