fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Telja að enska þurfi að vera ráðandi tungumál í ferðaþjónustunni hér á landi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 08:00

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísbendingar eru um að ferðaþjónustuaðilar telji að enska verði að vera ráðandi tungumál í ferðaþjónustu, sérstaklega hvað varðar markaðssetningu og færri sjá ástæðu til að nota íslensku meðfram ensku.

Þetta segir í skýrslu um ráðandi tungumál í ferðaþjónustu hér á landi. Það voru Anna Vilborg Einarsdóttir, Ágústa Þorbergsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir sem unnu skýrslu á vegum Háskólans á Hólum og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Ferðaþjónustuaðilum virðist ekki auðvelt að halda íslenskri tungu á lofti eða nota hana í sinni þjónustu, en brýnt er að þeir átti sig á vandanum og velti fyrir sér hvernig best er að taka á málinu,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar benda á að 2018 og 2019 hafi „flóðbylgjur erlendra ferðamanna“ gengið yfir landið og að aðstæður í ferðaþjónustunni hafi breyst hratt. „Vegna erfiðleika við að manna allar stöður með íslenskum starfsmönnum myndaðist mikil þörf fyrir erlent starfsfólk. Við það breyttust samskipti við þjónustufólk í „framlínunni“ þannig að í langflestum tilvikum heyrðist töluð enska en íslenska heyrðist sjaldnar,“ segja þær.

Þær benda einnig á að ferðaþjónustufyrirtækjum sem bera ensk nöfn hafi samtímis fjölgað og nýjustu auglýsingaskiltin séu meira og minna á ensku.

1.050 ferðaþjónustuaðilar, með erlend nöfn, fengu senda spurningakönnun og svöruðu 146. 30 viðtöl voru tekin á Suðurlandi og Norðurlandi. Í ljós kom að á 35% þessara staða er enska meginsamskiptatungumálið en í 41% eru það íslenska og enska saman. „Niðurstöður gefa vísbendingar um að ferðaþjónustuaðilar telji að enska verði að vera ráðandi tungumál í ferðaþjónustu, sérstaklega í markaðssetningu og færri en fleiri sjá ástæðu til þess að nota íslensku meðfram ensku,“ segir í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri