fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn dvelja að meðaltali fjórar nætur í Reykjavík

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 09:00

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir ferðamenn dvelja að meðaltali fjórar nætur í Reykjavík og úti á landsbyggðinni stoppa þeir nú í tæplega tvær nætur að meðaltali en áður var það rúmlega ein nótt sem þeir stoppuðu þar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Guðrúnu Hildi Ragnarsdóttur, viðskiptastjóra hjá bókunarsíðunni Expeda sem er ein sú stærsta í heiminum. Um 20 þúsund manns vinna hjá síðunni um allan heim.

Guðrún aðstoðar gististaði, afþreyingarfyrirtæki og flugfélög við að vera sýnileg og auka söluna í gegnum Expedia. Þar á meðal á bandaríska markaðnum sem er stærsti markaður Expedia á sölu á ferðum hingað til lands.

Haft er eftir Guðrúnu að bókunartölurnar í júní hafi verið fínar og að júlí lofi góðu. „Frá okkar bæjardyrum séð var júnímánuður góður. Um leið og ríkisstjórnin opnaði landið þá sáum við bókunartölurnar rjúka upp. Við hættum að bera okkur saman við 2020 og fórum að bera okkur saman við 2019. Við erum komin á þann stað að við erum að selja jafn mikið á milli vikna og 2019 miðað við sama tíma,“ er haft eftir henni.

80% bókana Expedia hingað til lands koma frá Bandaríkjunum en voru um 45% árið 2019. Langflestir koma með Icelandair og United Airlines.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“