fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Vill breyta nafni þrotabús WOW air – Sannfærður um að flugrekstrarbækurnar séu í fórum Play

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 08:00

Ein af vélum WOW á meðan fyrirtækið var og hét.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september 2019 keypti Michele Ballarin margvíslegar eignir af þrotabúi WOW air og greiddi 50 milljónir króna fyrir. Þar á meðal er vörumerkið WOW air. Þrotabú fyrirtækisins hefur notað WOW nafnið alla tíð síðan þrátt fyrir að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, hafi að eigin sögn margoft krafist þess að þrotabúið hætti að nota nafnið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Páli að óskiljanlegt sé að skiptastjórar þrotabúsins skuli nota vöru sem er búið að selja. „Sérstaklega í ljósi þess að það eru uppi áætlanir um að endurvekja þetta nafn á einhvers konar jákvæðum grunni og það er klárlega ekki til hagsbóta fyrir nafnið að það skuli þrotabú heita það sama,“ sagði hann.

Í gær var nafni félagsins Háutinda ehf., sem sótti um flugrekstrarleyfi nýlega með vísan í flugrekstrarbækur WOW air, breytt í Flugfélagið WOW air ehf. Fréttablaðið hefur eftir Páli að nafn og vörumerki hafi verið keypt til einkaréttarlegrar ráðstöfunar fyrir kaupandann. Aðspurður hvað sé hægt að taka til bragðs ef skiptastjórar þrotabúsins neita að hætta að nota WOW nafnið sagðist hann ekki hafa hugsað svo langt. „Ég trúi ekki öðru en að þeir muni breyta nafninu. Þetta er hvorki hjálplegt né gagnlegt og kann að vera skaðlegt,“ sagði hann.

Nýlega óskaði Páll eftir að ellefu manns, sem tengjast WOW og flugfélaginu Play, yrðu boðaðir til vitnaleiðsla hjá Héraðsdómi Reykjaness. „Þetta er heimilt að því gefnu að þú sýnir fram á að þú eigir lögvarða hagsmuni sem kunni að fara forgörðum verði ekki gripið til aðgerða með skjótum hætti. Það eina sem getur komið í veg fyrir þetta er það annars vegar að dómari telji að ekki sé um lögvarða hagsmuni að ræða sem þoli ekki bið, eða að dómari telji að um hugsanlega refsiverða háttsemi sé að ræða,“ sagði Páll um þetta en með vitnaleiðslunum vill hann varpa ljósi á atburði sem tengjast þroti WOW air og stofnun Play.

„Það sem ég tel að hafi gerst er að einstaklingar innan WOW air, áður eða eftir að það fór í þrot, hafi tekið sér til handargagns flugrekstrarhandbækur ásamt viðeigandi fylgiskjölum – sem eru gríðarlega umfangsmikil – og afritað þau og að þessum skjölum hafi síðan verið eytt af drifum félagsins eða þrotabúsins,“ hefur Fréttablaðið eftir honum.

Það hefur komið fram að flugrekstrarhandbækurnar hafa ekki verið afhentar úr þrotabúinu en þær virðast ekki vera í því. Páll segist telja að bækurnar séu í fórum Play sem hafi hagnýtt sér handbækurnar sem Ballarin hafi greitt fyrir en fái ekki afhentar. „Þeir hafa hafnað því en það er í sjálfu sér ekki flókið að komast að hinu sanna. Það væri hægt að taka flugrekstrarhandbækur ásamt fylgigögnum gamla WOW air – ef þær væri einhvers staðar að finna – og flugrekstrarbækur og fylgiskjöl Play og bera saman. Við værum ekki á þessari vegferð ef við teldum ekki að þessi atburðarás hefði átt sér stað nokkurn veginn með þeim hætti sem ég hef lýst. Ég get ekki sagt hvernig ég veit það – en ég veit það,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir ökumanni vegna hörmulegs dauðaslyss við Höfðabakka – Var að nota farsíma er hann lenti á manninum

Dómur kveðinn upp yfir ökumanni vegna hörmulegs dauðaslyss við Höfðabakka – Var að nota farsíma er hann lenti á manninum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“
Fréttir
Í gær

Fyrrum barnastjarna dæmd í 21 mánaða fangelsi – Stal úlpu í jarðarför

Fyrrum barnastjarna dæmd í 21 mánaða fangelsi – Stal úlpu í jarðarför
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni