fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Illa staðið að málefnum eldri borgara að mati mikils meirihluta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að hjúkrunarheimilum telja 81,5% aðspurðra að frekar eða mjög illa sé staðið að málefnum eldri borgara hér á landi. Einungis 0,7% telja að mjög vel sé staðið að málefnum eldri borgara hvað varðar hjúkrunarheimili og 6,4% telja vel staðið að þeim.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent  gerði fyrir Fréttablaðið. 2.500 manns, 18 ára og eldri, voru í úrtaki rannsóknarinnar og var svarhlutfallið 60%.

Fleiri konur en karlar telja frekar eða mjög illa staðið að málefnum eldri borgara á hjúkrunarheimilum en 85% kvenna eru þeirrar skoðunar en 77% karla eru sömu skoðunar.

Ef litið er til aldurs telja 10% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára að mjög eða frekar vel sé staðið að málefnum eldri borgara hvað varðar hjúkrunarheimili en 18% þátttakenda í þessum aldurshópi tóku ekki afstöðu til málefnisins. Í aldurshópunum 35 til 44 ára og 45 til 54 ára telja 6% að frekar eða vel sé staðið að þessum málum.

Fréttablaðið hefur eftir Helga Péturssyni, formanni Landssambands eldri borgara, að niðurstöðurnar komi honum ekki á óvart. „Það er bara verið að gefa frat í þetta kerfi. Það er eins og stjórnmálafólkið og krakkarnir sem eru að fara með peningana hérna fatti þetta ekki,“ sagði hann og vísaði til stöðu hjúkrunarheimilanna og sagði að hún væri vandamál sem hafi blasað við lengi, allir hafi bent á þetta vandamál og ótrúlegt sé að enginn ætli að taka á málinu.

Hann sagði að brúa þurfi bilið á milli þess sem fólk býr heima hjá sér og á hjúkrunarheimili. Búseta á eigin heimili henti ekki öllum en þeir sömu þurfi ekki endilega að búa á hjúkrunarheimili. „Búsetuúrræði fyrir eldra fólk eru ekki nógu fjölbreytt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður