fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gígurinn segir ekki alla söguna um gosið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 09:00

Gosstöðvarnar á Reykjanesi Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytingar hafa orðið á eldgosinu í Fagradalsfjalli og er sjónarspilið öðruvísi og kannski minna en áður í augum margra. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að þrátt fyrir þessa breytingu sé virkni gossins sú sama og áður. Eldgosið haldi áfram undir yfirborðinu þrátt fyrir að glóandi hraun hætti að spúast upp.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þorvaldi að yfirborðsflæðið sé aðeins lítill hluti af því sem kemur upp úr gígnum. Megnið af hrauninu fari eftir innri farvegum sem sjást ekki, eða um helmingur eða tveir þriðju að mati Þorvaldar.

Hann benti á að hraun tapi mjög litlum hita þegar það ferðast um lokaðar rásir undir yfirborðinu, hugsanlega aðeins 0,1 gráðu á hvern kílómetra. Þegar það rennur um opnar rásir er hitatapið miklu meira eða um hundrað gráður á hvern kílómetra.

Nú nær hraunbreiðan frá Fagradalsfjalli um tvo kílómetra frá gígnum og hraun rennur eftir göngum alla leið að jaðri hennar. „Hraunið kemur glóandi heitt út úr rásinni og getur þá haldið áfram að flæða. Lengstu svona aðfærsluæðar sem við vitum um í hraunum á jörðinni eru á bilinu 500–2000 kílómetra langar,“ er haft eftir Þorvaldi.

Hér á landi eru lengstu þekktu hraungöngin um 140 kílómetrar en það er Þjórsárhraun sem liggur undir öllu Suðurlandsundirlendinu. Gosið átti upptök sín á veiðivatnasvæðinu fyrir um 11.500 árum og rann hraun niður farveg Þjórsár og um kílómetra út í sjó.

Fréttablaðið hefur eftir Þorvaldi að hann telji líklegt að fleiri yfirborðsbreytingar muni verða á gosinu í framtíðinni sem og sveiflur í gosóróa. „Óróinn er búinn til af virkninni allra efst í gosrásinni, efstu hundrað metrunum, en gosrásin sjálf er allavega sautján kílómetra löng. Hraunið kemur á jöfnum hraða upp og ef það stækkar þarna efst í gosrásinni þá tekur lengri tíma að fylla hólfið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu