Ingó kærði nýlega tíu ummæli í nafnlausum frásögnum um meint kynferðisbrot hans gegn konum en þau birtust á samskiptamiðlinum TikTok. Hann hefur einnig krafist bóta og afsökunarbeiðna frá sex manns sem tjáðu sig opinberlega um málið eða fluttu fréttir af umfjöllun um meinta refsiverða háttsemi hans. Vilhjálmur annaðist kærurnar og kröfubréfin fyrir hönd Ingó. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að Ingó hyggist nú fela lögmannsstofu að annast málin fyrir sína hönd.