Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að 57,9% ætli ekki til útlanda á árinu og rúmlega 9% sögðust ekki vita hvort farið verði til útlanda á árinu.
Þeir launahæstu eru líklegri til að ferðast til útlanda en aðrir en að öðru leyti er frekar jöfn dreifing meðal allra þjóðfélagshópa.
Fólk á aldrinum 22 til 44 ára er síður líklegt til utanlandsferða en aðrir og íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri til að fara erlendis en fólk sem býr á landsbyggðinni. 45% höfuðborgarbúa eru búnir að fara í frí til útlanda á árinu eða ætla að gera það en hjá landsbyggðarfólki er hlutfallið 29%.
Úrtakið var 2.600 manns, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 52% og voru svörin vegin eftir kyni, aldri og búsetu.