fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Harðari fíkniefnaneysla ungmenna en færri leita sér aðstoðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 09:00

Sjúkrahúsið Vogur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári leituðu færri 25 ára og yngri á Vog en árin á undan. Nýting á afeitrunardeild fyrir ungmenni á Landspítalanum hefur verið minni en reiknað var með. Þau ungmenni sem koma í meðferð eru hins vegar veikari og í harðari neyslu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Maríanna Bernharðsdóttir, deildarstjóri fíknigeðdeildar Landspítalans, segir ástæðuna fyrir minni ásókn á deildina vera tvíþætta. Þar sé um COVID að ræða og af einhverjum ástæðum virðist vera minni þörf fyrir þjónustu deildarinnar núna en áður, sömu sögu sé að segja hjá öðrum meðferðarúrræðum.

Hún sagði að nánast engin börn hafi lagst inn á deildina á fyrri hluta ársins en í sumar hafi þau verið eitt til tvö í mánuði. „Við vitum alveg að neysla ungmenna er ekki horfin úr samfélaginu en eitthvað hefur breyst. Í kjölfarið höfum við breytt vaktafyrirkomulaginu hjá okkur og keyrum meira á bakvöktum,“ sagði hún.

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tók í sama streng og Maríanna og sagði að fækkað hafi í yngsta hópnum sem leitar í meðferð á Vogi. Mest hafi fækkunin verið í hópi 40 ára og yngri en í eldri hópum hafi fjöldinn staðið í stað. „Það hefur statt og stöðugt dregið úr innlögnum hjá yngsta hópnum, 25 ára og yngri, frá aldamótum en á síðasta ári dró sérstaklega mikið úr. Það voru færri að biðja um innlögn og sækjast eftir meðferðum í þessum yngri aldurshópum,“ sagði hún.

Hún sagði að líklega hafi aðgerðir tengdar heimsfaraldrinum spilað inn í þessa fækkun. „Það var ekkert um að vera hérna í fyrra og það voru ekki eins mörg tækifæri til þess að klúðra, ganga fram af sér eða skandalísera fyrir unga fólkið en hins vegar voru mörg tækifæri fyrir þá eldri til að versna í drykkjunni heima, mér finnst þetta líklegasta skýringin,“ sagði hún.

Hún sagði að 30% þeirra sem voru 25 ára og yngri þegar þeir leituðu á Vog á síðasta ári hafi notað vímuefni í æð og sé það hærra hlutfall en venjulega. „Þó svo að það séu færri ungmenni að koma til okkar þá eru þau sem mæta í mjög slæmum málum og eru veikari,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“