fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Tuttugu nafnlausar sögur birtar um meinta ofbeldishegðun Ingó Veðurguðs – Ingó neitar sök

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 3. júlí 2021 16:50

Ingó Veðurguð. Mynd: Arnþór Birkisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu daga hefur stormur geysað um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, eftir að greint var frá því að hann ætti að stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í ágúst.

Hópur rúmlega 130 kvenna skrifaði undir undirskriftarlista sem sendur var þjóðhátíðarnefnd þar sem því var mótmælt að Ingó yrði fenginn til verksins og var þess krafist að nefndin skýrði út hvers vegna „meintur kynferðisbrotamaður“ væri ráðinn til verksins.

Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir er í baráttusamtökunum Öfgar, og greindi hún frá því á Twitter í dag að nú hefðu Öfgar birt myndbandaröð á TikTok Í þeim koma fram tuttugu nafnlausar sögur um meinta ofbeldishegðun Ingólfs.

„Fokk. Þetta er komið. Ég er bara grenjandi. Það eru fleiri sögur að berast ennþá. Sumar treysta sér ekki að birta söguna sína. Við erum öll skíthrædd,“ skrifar Tanja í færslu þar sem hún deilir myndböndunum.

Allar sögurnar eru nafnlausar og birtast á TikTok síðu Öfga sem er hópur femínista á TikTok.  Ingó Veðurguð er þar ekki nefndur beint á nafn en Tanja óskaði í gær eftir „staðfestum sögum af ákveðnum Veðurguð“ og það ásamt efni frásagnanna sem birtar hafa verið skilja ekki eftir mikinn vafa um hvaða mann er um rætt.

Ingólfur segir ekkert hæft í þessum sögum, en hann ræddi við Vísi um málið rétt í þessu.

„Maður er orðinn ringlaður. Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert og ég held að það sem er satt eigi eftir að koma í ljós,“ sagði Ingó við Vísi og segist upplifa sögurnar sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna.“

Ingó ætla að leita réttar síns og segir að ásökununum verði svarað eftir réttum leiðum.

„Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“

Hér eru sögurnar eins og þær birtast í myndböndunum á TikTok

„1 maður. 20+ sögur 

Munum að það er ekki á hlut þolenda að verja mannorð gerenda. Gerendur skaða það sjálfir með gjörðum sínum. Tölfræðin er þolendum í hag, leyfum þeim að njóta vafans.

Þetta eru sögur meintra þolenda sem ná yfir mörg ár. Meintir þolendur skulda engum að stíga fram með sögur sínar en kjósa að gera það nafnlaust núna til að sýna umfangið. Við trúum þolendum.“

1

„Þegar ég var 16 ára og vinkona mín 17 ára, þá lét hann hana ekki vera. Hún er fædd 1992. Hún hitti hann einu sinni en ég man ekki hvað gerðist en hann var ágengur. Svo þegar við vorum á djamminu og hún vildi ekkert með hann hafa og var alveg búin að gera það ljóst en samt lét hann hana ekki vera.

Ég steig inní og bað hann að hætta að áreita hana, hún væri undir lögaldri og hann mætti ekki grípa svona í hana (greip í hendina svo hún gat ekki labbað burt). Þetta var á skemmtistað og hann svoleiðis hellti sér yfir mig hvað ég væri helvítis tussa og hóra og viðbjóður.“

„Ég er 17 ára og hann er að spila á einhverju balli þegar hann sér mig í crowdinu og lætur mig fá númerið sitt á miða. Hann spyr hvort ég vilji hitta sig einhverjum dögum eftirá og hann kemur og pikkar mig upp. Við forum heim til hans og hann sýnir mér svefnherbergið sitt. Hann reynir að toga mig úr buxunum. Þegar ég segi nei mig langar ekki, þá segir hann: jú þig langar. Ég segi aftur nei mig langar ekki og hann segir jú þig langar. Svona heldur þetta áfram þangað til hann nær að toga mig úr buxunum. Síðan treður hann honum bara inn og klárar.
Ég man bara eftir að hafa legið þarna alveg stjörf og stíf og man þegar hann segir í eyrað á mér: slakaðu bara aðeins á.
Þegar hann tekur hann út þá byrjar bara að blæða.
Síðan skutlar hann mér heim og ég man hvernig ég fann blóðið bara leka niður buxurnar mínar.”

3

„Ég var að djamma í miðbænum þegar að hann nálgast mig og spyr hvort að ég vilji koma með honum upp á hótelherbergi. Ég var mjög drukkin og var til í það, en þegar við komum upp á herbergi varð hann mjög skrítinn og agressívur. Við byrjum að kyssast og svona en svo byrjar hann að hrækja framan í mig og kýlir mig í augað. Þá bið ég hann um að hætta öllu en hann reynir að þvinga mig í að halda áfram.

Þegar ég loks næ að ýta honum af mér, stendur hann upp og klæðir sig í föt og spyr mig hvort það sé nokkuð kynlífslykt af sér þar sem hann væri að fara heim til kærustu sinnar sem ég vissi ekki af. Daginn eftir fæ ég svo skilaboð frá honum að hann vilji hitta mig aftur og að hann geti alveg komið heim til mín á meðan mamma væri í vinnunni, hann sendi mér skilaboð stanslaust í ca. tvo mánuði sem að voru mjög óþægileg. Á þessum tíma var ég 21 árs og hann 32 ára. Fæ æluna í hálsinn þegar ég sé fullorðið fólk dásama hann á Facebook og kvíða í hvert skipti sem ég heyri hann í útvarpinu”

 

4

„Ég sá frænku mína fara slefandi drukkna með honum heim. Það slefandi drukkna að enginn ætti að notfæra sér það ástand. Ég skil sjálf ekki hvernig nokkrum manni geti þótt það aðlaðandi yfirhöfuð”

„Ég réði hann á skemmtun. Eftir spilun var hann að eltast við 16-17 ára dóttur einnar sem þurfti að hafna honum oftar en einu sinni. Einhverjir reyndu að afsaka þetta með að þarna ætti að vera 18 ára aldurstakmark en hún var að hjálpa stjórninni við skemmtunina.”

 6

„Þegar ég vann í bakarí svona 16 ára fór stelpa undir lögaldri að hitta hann. Hún vann með mér. Var að vinna með mér daginn eftir og sagði mér frá þessu. Ég veit ekki hvort það var samþykki fyrir öllu eða hvað en ég veit að hann bauð henni til sín og vissi að hún var of ung. Það sem ég man var bara að þau voru að drekka og hann borgaði allt. Hún talaði um þetta sem gaman og fannst hún voða töff. En auðvitað var þetta líka ólöglegt með drykkjuna og aldur stelpunnar. Veit ekki hvernig henni líður með þetta í dag svo sem.”

„Hæhæ veit ekki alveg hvort þessi saga passar í umræðuna um hann en þegar ég og stjúpsystir mín vorum 17 ára árið 2007 þá vorum við á bæjarhátíð úti á landi og hann var að  spila, hann fékk auga á systur mína og gjörsamlega elti hana út um allt og tók einhvern veginn ekki til greina að hún hafði engan áhuga á honum. Það endaði með að við hættum að skemmta okkur því hún bara fékk ekki frið frá honum. Þetta var mjög óþægilegt og skemmdi kvöldið alveg.”

8

„Hann bauð mér og * með sér á Hótel Tindastól á Laufskálaréttarballi 2010 eða 2011 og bauð okkur eitthvað lyf sem við googluðum og á að gera konur kynferðislega stimulated. Man bara alls ekki nafnið. Við vorum a.m.k. annað hvort 15 eða 16.”

„Var að spila í stóru afmæli hjá fullorðnu fólki. Þegar tvær 10 ára stelpur (afmælisgestir) komu eftir giggið til þess að biðja um eiginhandaráritun þá spurði hann þær hvort þær ættu kærasta. Þær svöruðu neitandi. Þá spurði hann í framhaldinu hvort þær hefðu farið í threesome.
Í sama afmæli þrýsti hann mjög á stelpu sem var að koma af klósettinu í kjallaranum að „gera eitthvað með sér” inni á klósetti. Aldrei hitt þá manneskju áður og hann hélt mjög fast um úlnliðinn á henni þar sem hún svaraði stöðugt neitandi, og endaði að þurfa að rífa sig lausa frá honum”

 10

„Veit ekki hvort að þetta telst með en hann blikkaði mig á bæjarhátíð í kringum 2012 eða fyrr, man það ekki og ég fékk svo mynd með honum og hann kleip í rassinn á mér… ég var sirka 14 ára en hef heyrt mjög margar ógeðslegar sögur.

11 

„Hann kom fram á skemmtun í skólanum mínum fyrir u.þ.b. 15 árum. Söng klámvísur fyrir áhorfendur sem flestir voru krakkar á aldrinum 12 til 14 ára, þar á meðal ég. Þegar kom að dansi stóðum við í hring og hann dró okkur stelpurnar inn í hringinn og dansaði við okkur … eina í einu. Ég tók ekki nákvæmlega eftir því hvað hann gerði með öðrum en hann hjakkaði með klofið á mér, bar sig kynferðislega gagnvart mér, m.a. með mjaðmahreyfingum og þuklaði á mér eins og ekkert væri eðlilegra….. að gera með börnum. Ég, í stuttu minipilsi og engum sokkabuxum fann fyrir honum á hátt sem ekkert barn á að þurfa, hvað þá án samþykkis og í miðjum hring undir lófaklappi annarra. Svo setti hann suma strákana saman við stelpur og var einhvern veginn að fá þá til að gera hið sama við stelpurnar í hringnum. Allt undir vökulum augum skólastjórnenda… sem virtust hneykslaðir en gerðu svo sem ekkert. Ég skammaðist mín í raun ekkert fyrr en eftir á. Þegar mér fór að líða illa yfir þessu og velti ég fyrir mér af hverju enginn hafði sagt eða gert neitt, þ.e. af fullorðna fólkinu sem var viðstatt og vitni að

Ég hefði alveg þegið ráðleggingar eða stuðning þarna sem ung kona andspænis frægum gaur. Ég reyndi að skila skömminni þegar ég hitti hann einu sinni en hann tók ekki við henni.”

12 

„Hæhæ, hann reyndi nú bara við mig og vinkonu mína árið 2017 á balli sem hann var að spila á. Mjög grófur og reyndi mikið að fá vinkonu mína heim með sér, ekki sáttur þegar við löbbuðum í burtu frá honum og þá kallaði hann „eruð hvort sem er ljótar” á eftir okkur.”

13

„Var 17 ára þegar þekktur maður greip laumulega en fast um klofið á mér innan um margt folk. Þrýsti svo puttunum fastar.

14

„Hann (sem hefur lengi verið þekktur fyrir að reyna við stelpur undir aldri) sendi mér oft skilaboð þegar ég var 16/17 ára og hann þrítugur. Fór að hringja í mig og senda mér sms, addaði mér á snapchat og bað mig um að skrópa í skólanum svo ég gæti komið til hans. Spurði hvort ég væri ekki „ca átján” og komin með bílpróf. Á þessum tíma fannst mér þetta fyndið en í dag finnst mér virkilega sjúkt hvað hann var meðvitaður um aldurs- og valdamuninn á okkur.”

 15

„Ég var að leita mér að aðila sem væri að aðstoða ungt folk í að koma sér á framfæri í tónlist. Ég hafði samband við og hann bauð mér að koma hitta sig heima hjá sér.

Ég fer heim til hans og hann var að mig minnir að sýna mér eitthvað inn í svefnherberginu sínu og hann svo hrindir mér aftan frá í rúmið, setur kodda yfir höfuðið á mér eins og hann ætli að kæfa mig, settist svo ofan á mig svo ég komst ekki undan og mér heyrðist hann byrja að klæða sig úr fötunum, ég heyrði beltið á buxunum skellast. Mín fyrstu viðbrögð voru að fara að hlæja, líklega einhver varnar mekkanismi hjá mér því ég var ótrúlega hrædd og hrædd um að hann ætlaði að nauðga mér. Hann svo allt í einu hættir og tekur koddann frá andlitinu á mér og ég dreif mig heim. Mér fannst eftirá ég ótrúlega vitlaus að hafa ekki fattað að það væri ekki góð hugmynd að fara heim til hans og kenndi sjálfri mér um. Enn þann dag í dag hefur það áhrif á mig ef ég mæti honum.”

16

„Ég var í 8. bekk þegar ég fór á grunnskólaball sem hann var að spila á. Eftir ballið fór af stað lygasaga að ég hefði sofið hjá honum. Ég neitaði því við alla. Nokkrum dögum eftir ballið fékk ég skilaboð frá honum þar sem hann spyr hvort ég sé að dreifa þessum sögum. Ég neita fyrir það og hann spyr þá hvort við eigum ekki að gera þessa lygasögu sanna. Mér fannst það mjög spennandi og hann kom heim til mín og sótti mig og við sváfum saman síðan skutlaði hann mér heim.”

17

„Vinkona mín var undir lögaldri og hann yfir tvítugt þegar þau sofa saman. Hann bláedrú (áður en drykkja varð vandamál fyrir hann) og hún í blackout og man lítið. Núna mörgum árum síðar finnst henni þetta mjög óþægileg tilhugsun, að muna ekki eftir atburðinum vegna ölvunar, meðan hann var ekki í sama ástandi.”

18

„Hann hefur klipið í rassinn á mér og öllum vinkonum á djamminu, ég var 17 ára veit ekki með hinar en þær hafa sennilega líka verið á svipuðum aldri. Kannski ekki mikið en sýnir hans innri mann og hræðir mig að allar vinkonur mínar hafi sömu reynslu”

19

„Ég átti erindi við hann, aldrei hitt hann áður og hann býður mér inn heim til sín. Skal viðurkenna að á þessum tíma fannst mér hann mjög myndarlegur og hafði ekki heyrt neinar sögur um hann og fannst mjög spennandi að hann væri að sýna mér áhuga. Ég fæ tour um húsið og enda á að fá að sjá svefnherbergið.

Við setjumst þar niður og hann kyssir mig og bara UM LEIÐ túlkar þennan koss eins og hann megi bara fara beinustu leið í rúmið með mig. Ýtir mér niður og verður mjöööög ágengur.

Venjulega þegar fólk kyssist í fyrsta sinn þá tekur það sinn tíma að skipta yfir í næsta gír en þetta var no joke svona sekúnda. Bara koss og ýtti mér beint niður á rúmið og áður en ég veit af er hann nakinn ofan á mér. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera, var skrauf þurr,  fann sjúklega mikið til en hann lá svo fast ofan á mér að ég gat ekkert gert.

Hann rakaði hárin á bringunni og handleggjunum og það voru byrjaðir að koma smá broddar og hann lá það fast á mér að ég var öll í blóðugum rispum eftir hann! Það rann upp fyrir mér þarna sem ég gat ekkert hreyft mig, náði varla andanum og var AUGLJÓSLEGA ekki að njóta í eina sekúndu að hann var bara að nota mig sem kynlífsdúkku.

Það var ekkert contact, sagði ekkert bara kláraði sig og FOKKING SOFNAÐI OFAN Á MÉR! Vildi að ég væri að ljúga en nei, ég náði að losa mig undan honum og hann hélt bara áfram að sofa !!! Ég fór út með tárin í augunum, var með sár í klofinu eftir hann og öll út í rispum á líkamanum og leið í svo langan tíma eftir á eins og ég hafi bara verið einhver dauður hlutur sem hann notaði sem tól til að fá það með”

 

 20

„Hann er vel þekktur meðal vina minna sem perri og þegar ég sagði frá atvikinu voru flestir með eigin sögu um reynslu þeirra eða annarra af honum, oft mjög ungar stelpur. Ég var að ganga út af Ölstofunni með vinkonu þegar ég fatta að kveikjarinn var týndur. Ég spyr annars hugar næsta mann á eftir mér hvort hann ætti nokkuð eld.

Við blasir blekaður *maðurinn sem um ræðir*, sem verður strax mjög óþægilegur og spyr hvert við værum eiginlega að fara. Hann stöðvar okkur og veifar kveikjarann sínum fyrir framan okkur. Ég var komin með nóg af hegðun hans, en hann reynir að draga mig að sér þegar ég reyni að seilast á eftir eldinum.

Hann byrjar að reyna að tala okkur vinkonurnar í að koma með sér heim sem við tökum mjög illa í. Hann gengur svo á eftir okkur, svo við, eins og góðar stelpur, ljúgum að honum að við séum í sambandi með hvor annarri. Það virtist æsa hann meira upp og hann vék ekki frá fyrr en við fengum fylgd frá karlkyns vinum okkar heim. ”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum