Bræðrafélag VKB, eða Vinir Ketils Bónda hefur gefið út þjóðhátíðarheftið Þroskahefti eins og félagið gerir fyrir hverja Þjóðhátíð í Eyjum, þrátt fyrir að hún sé ekki haldin í ár.
Heftið ber nafnið Þroskahefti og var mikið rætt um heftið þegar það kom seinast út árið 2019. Mikið var um skopmyndir sem gætu flokkast sem niðrandi og fór það fyrir brjóstið á mörgum.
Sjá nánar: Brandarablað Eyjamanna gagnrýnt – „Má nú ekki grínast lengur“
Heftið í ár er með sama sniði og vantar ekki umdeilda brandara í blaðið. Strax á fyrstu opnu blaðsins er aðvörun fyrir lesendur.
„Þroskahefti er á engan hátt ætlað sem lesefni undir öðrum en broslegum kringumstæðum. Þungbúinn lestur heftisins er með öllu óheimilaður og afsalar Bræðrafélagið VKB sér allri ábyrgð af slíkum lestri. Lestur heftisins er alfarið á ábyrgð lesandans. Heyranlegur lestur heftisins er mjög varasamgur, varúð skal höfð í nærveru sálar. Heyrandi lesturs heftisins, svo og lesandinn sjálfur, kunna að hljóta alvarlega áverka, svo sem bros á vör eða kitl hláturstauga, séu sá eða sú ekki undir slíkt búið. Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda leggur alla ábyrgð í hendur lesanda heftisins. Hafið því varann á.“
Í blaðinu er mikið um auglýsingar sem gerðar eru að skopmyndum. Vinir Ketils Bónda reyna svo sannarlega að dansa á línunni með sumar þeirra.
VKB gerðu sína eigin dagskrá fyrir hátíðina og var mikið af gríni sett í hana. Hér fyrir neðan má sjá nokkra hluti sem eru á dagskránni hjá félaginu.