fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Umdeilda skopmyndablaðið í Vestmannaeyjum snýr aftur – Hæðst að Ingó, Sölva Tryggva, Þórólfi og fleirum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðrafélag VKB, eða Vinir Ketils Bónda hefur gefið út þjóðhátíðarheftið Þroskahefti eins og félagið gerir fyrir hverja Þjóðhátíð í Eyjum, þrátt fyrir að hún sé ekki haldin í ár.

Heftið ber nafnið Þroskahefti og var mikið rætt um heftið þegar það kom seinast út árið 2019. Mikið var um skopmyndir sem gætu flokkast sem niðrandi og fór það fyrir brjóstið á mörgum.

Sjá nánar: Brandarablað Eyjamanna gagnrýnt – „Má nú ekki grínast lengur“

Heftið í ár er með sama sniði og vantar ekki umdeilda brandara í blaðið. Strax á fyrstu opnu blaðsins er aðvörun fyrir lesendur.

„Þroskahefti er á engan hátt ætlað sem lesefni undir öðrum en broslegum kringumstæðum. Þungbúinn lestur heftisins er með öllu óheimilaður og afsalar Bræðrafélagið VKB sér allri ábyrgð af slíkum lestri. Lestur heftisins er alfarið á ábyrgð lesandans. Heyranlegur lestur heftisins er mjög varasamgur, varúð skal höfð í nærveru sálar. Heyrandi lesturs heftisins, svo og lesandinn sjálfur, kunna að hljóta alvarlega áverka, svo sem bros á vör eða kitl hláturstauga, séu sá eða sú ekki undir slíkt búið. Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda leggur alla ábyrgð í hendur lesanda heftisins. Hafið því varann á.“

Í blaðinu er mikið um auglýsingar sem gerðar eru að skopmyndum. Vinir Ketils Bónda reyna svo sannarlega að dansa á línunni með sumar þeirra.

VKB gerðu sína eigin dagskrá fyrir hátíðina og var mikið af gríni sett í hana. Hér fyrir neðan má sjá nokkra hluti sem eru á dagskránni hjá félaginu.

  • Prakkarafélagið kitlar kellingar alla helgina. Ekki varpa skugga á gleði annarra
  • Kröfubréfagerðarnámskeið Villa
  • Rétthugsandi skoðanahópurinn Twitter Fam kynnir hugtök sem hægt er að nota til þess að ýta ábyrgð frá einstaklingnum og yfir á
    samfélagið. Ertu t.d. þunglyndur? Það er feðraveldinu að kenna. Ertu tilfinningalega brenglaður? Jebb, það er út af eitraðri karlmennsku. Kemstu ekki oftar en einu sinni á ári til útlanda og þarft hugsanlega að borga til baka þessi fjörtíu smálán sem þú tókst? Hentu því á frjálshyggjuna. Ekki halda að eitthvað sé þér að kenna. #Samfélaginuaðkenna.
  • Podcastþáttur í beinni úr brekkunni með Sölv… eða kannski ekki.
  • Undirskriftasöfnun fyrir Snapchatperrann Hörð sem hlýtur að vera ættaður frá Eyjum
  • Aukaspyrnukeppni í umsjón Gylf… naahh… sjáum til.
  • Stúlknakór Öldutúnsskóla tryllir lýðinn á stóra pallinum. Atriði sem er gagngert fengið til að rífa upp kynjakvótann og heilla veðurguðina.
  • Hæstaréttardómarar sjá um brekkusönginn í ár. Leikin verða lög af plötunni „Skilorðsbundinn dómur“. Slagarar eins og „Má ekkert lengur?“, „Pic or it didn´t happen“, „Uns sekt er sönnuð“ og „Sorry! Þið getið ekki dómstólað á okkur“. Þeir munu svo ekki svara spurningunni „Til hvers eru lög og regla?“ Einn dómari skilar inn Cher ákvæði.
  • Þórólfur leikur sóttvarnarlög inn í nóttina og blæs af allt heila klabbið. Drullist heim og skammist ykkar!

Heftið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda