fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þetta er konan sem var handtekin er hún mótmælti bólusetningum – „Aðeins of ástríðufull í þetta“

Jón Þór Stefánsson, Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 13:00

Samsett mynd - Skjáskot af Facebook og Skjáskot af hantökunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem var handtekin við Suðurlandsbraut 34 í morgun fyrir að mótmæla bólusetningum heitir Sólveig Lilja Óskarsdóttir.

Verið var að bólusetja barnshafandi konur á Suðurlandsbraut 34 í dag en þar mætti Sólveig á vettvang og olli usla.

RÚV birti myndband af vettvangi þar sem sjá mátti konuna í átökum við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglu. Þar mátti heyra hana öskra: „Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Og drepast! Það er eitur í þessum sprautum!“ Auk þess sagði hún að verið væri að ljúga að fólki. Í kjölfarið handtók lögregla hana og þá kallaði hún: „Þetta er ólögleg handtaka!“

Sjá einnig: Kona handtekin við bólusetningaröðina – „Þetta er ólögleg handtaka“

Sólveig virðist vera meðlimur í Facebook-hópnum Coviðspyrnunni, en hún hefur einnig deilt samsæriskenningum og fréttum gegn bólusetningum.

„Aðeins of ástríðufull í þetta“

DV hringdi í Sólveigu sem svaraði ekki í síma sinn, en vinkona hennar, sem var á vettvangi, er með síma Sólveigar í sinni vörslu og svaraði í síma hennar. Sú kona vill ekki láta nafns síns getið en að hennar sögn hafði hún sig ekki í frammi á vettvangi. Myndband RÚV sýnir aðeins átök Sólveigar við lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk.

„Við vorum bara að sjá hvernig mórallinn væri þarna niður frá,“ segir konan og  vill meina að markmið þeirra hafi verið að upplýsa fólk um bólusetningar. „Ég ætlaði bara standa þarna og sjá hvort einhver vildi upplýsingar.“ Hún segir þó að mögulega hafi Sólveig farið „aðeins of ástríðufull í þetta.“

Konan segist reið við stjórnvöld fyrir að taka völdin af fólki. Þá vísaði hún í samsæriskenningar og sagði að verið væri að lokka fólk í bólusetningar sem hún vildi meina að væru í raun tilraunir.

Líkt og sást á myndbandinu áðan var Sólveig handtekin, en konan sem DV ræddi við vissi ekki um hvar hún var niðurkomin og sagðist vera að reyna að ná í hana. Símtalið við konuna átti sér stað laust fyrir hádegi.

Uppfært kl. 15:15 – DV náði sambandi við Sólveigu og vildi hún ekki tjá sig um málið.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“