fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Rýmum hefur fækkað á gjörgæsludeild

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 08:00

Landspítalinn í Fossvogi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru aðeins 10 rými opin á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta er ekki óeðlilegt að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra spítalans, því margir starfsmenn séu í sumarfríi og erfitt sé að fá fólk til að leysa af á gjörgæsludeild.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sigríði að ef innlögnum á gjörgæslu fjölgi vegna COVID þá verði fleiri rými opnuð. Ef álag verði mikið þurfi að kalla fólk úr sumarleyfi og leita í bakvarðalistann eins og gert hefur verið í fyrri bylgjum faraldursins. „En við erum að reyna á meðan það er ekki nauðsyn að leyfa fólki að vera í sumarfríi. Fólkið okkar er búið að standa langa vakt og er þreytt,“ sagði hún einnig.

Hún sagði ekkert benda til að innlögnum á gjörgæslu sé að fara að fjölga en það muni koma í ljós þegar líður á yfirstandandi bylgju faraldursins. „Það hafa margir greinst undanfarið en þeir eru ekki búnir að vera veikir nógu lengi til þess að vera farnir að sýna þessa týpísku sjúkdómsmynd sem verður þegar þeir veikjast. Við förum að sjá það eftir viku, tíu daga. Þá sjáum við hver innlagnatíðnin verður miðað við bylgjurnar á undan. Það eru vísbendingar um að það er ekki eins há innlagnatíðni og áður. En við tökum enga áhættu, við grípum til aðgerða ef það stefnir í að við þurfum að manna betur eða manna meira eins og á gjörgæslu,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi