Ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum og tilkynning nýrra sóttvarnaraðgerða að honum loknum hafa líklega ekki farið fram hjá mörgum Íslendingum í dag. Þjóðin beið í ofvæni á meðan ríkisstjórnin fundaði eftir því að fá að vita niðurstöðurnar, hverjar sóttvarnatakmarkanirnar yrðu.
Að fundi loknum tilkynnti ríkisstjórnin að nú tækju við eins metra fjarlægðartakmarkanir og 200 manna samkomuhámark. Auk þess munu skemmtistaðir þurfa að loka á miðnætti og grímuskylda verður tekin upp við ákveðnar aðstæður, sem eftir á að útlista nánar.
Þjóðin beið ekki lengi með að tjá sig um þetta á samfélagsmiðlum, en fljótlega eftir að fréttirnar bárust var allt fullt af færslum á Twitter er vörðuðu nýju aðgerðirnar. Hér að neðan má lesa nokkur þessara tísta:
Er minna að stressa mig á þessum fundi, eftir að ég áttaði mig á því um daginn að það eru börnin mín sem rústuðu félagslífi mínu en ekki Covid…
— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 23, 2021
Katrín er að gera mig þunglyndan í beinni útsendingu á RÚV. Næs.
— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 23, 2021
200 manns
1 metri
Skemmtistaðir loka á miðnættiGæti verið verra
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) July 23, 2021
Þjóðhátíðarnefnd pic.twitter.com/rfB7moWYqK
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 23, 2021
Tekið af okkur sigur í Eurovision og slaufað Þjóðhátíð viku fyrir.
Þetta er eins og léleg skáldsaga eftir einhvern sem var að útskrifast úr LHÍ
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) July 23, 2021
Hún sagði 200 í hólfi, þjóðhátíð hendir bara í 100 hólf í dalnum og málið leyst.
— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) July 23, 2021
Ingó Veðurguð rn: pic.twitter.com/NBbqPqnhvg
— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 23, 2021
aldrei verið skemmtilegra að eiga ekki miða á þjóðhátíð
— Богджон (@Gudjon18) July 23, 2021
Var einhver kall í sjónvarpinu að segja að þjóðhátíð væri fjölskylduhátíð?? Veit ekki hvaða þjóðhátíð hann er að tala um
— Kara Kristel (@karafknkristel) July 23, 2021
Hverjir eru að gigga í Sjallanum í kvöld? Mæti með læti. 🕺🏻🍺🥃🍻🥂🍹🍷🍾
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 23, 2021
Þetta er nú ekkert svo slæmt, mjög hóflegar aðgerðir sem jú rústa verslunarmannahelgi og öðrum hlutum sem skipta ekki miklu máli. En leyfa áframhaldandi líf sem flestir geta sætt sig við.
— Gústi (@gustichef) July 23, 2021
Mikið er ég feginn að allt sé orðið eðlilegt nú þegar maður er fullbólusettur. Alveg eins og manni var lofað.
— Hilmark (@Hilmarkristins) July 23, 2021
Landamærin opin segiði?
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 23, 2021
ræktin sleppur í bili 🙏🙏🙏🙏🙏🙏🙏🙏🙏
— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) July 23, 2021
SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021
Ég hefði nú splæst á mig gervinöglum ef ég hefði vitað að þetta yrði síðasta djamm sumarsins
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) July 23, 2021
Af hverju megum við ekki fá að sjá hvað stendur í minnisblaðinu? Vírusinn kann ekki að lesa.
— Snæbjörn (@artybjorn) July 23, 2021
Gott að hætta við þjóðhátíð því þá fáum við áhugamenn um þeoretíska lögfræði að fylgjast með Ingó sækja rétt sinn fyrir að hafa verið bannað að syngja brekkusöng sem aldrei var sunginn.
— Bragi (@bragakaffi) July 21, 2021
Djöfull er gaman!
— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) July 23, 2021
Katrín og Svandís koma út og segja frá takmörkunum meðan öll hin sjást labba í burtu í beinni. Ef ég væri í þeirra sporum hefði ég gert kröfu um að öll sem væru á fundinum stæðu bókstaflega saman í að tilkynna.
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) July 23, 2021
Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður Kóreu.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) July 23, 2021
Jæja…þá er sumarið bara búið!
— Sólborg Guðbrands (@solborgg) July 23, 2021
Vonbrigði. Ef það á að fara í takmarkanir á annað borð, gerum það þá almennilega og förum í 10 manna samkomubann í 3 vikur og losum okkur við þessa bylgju strax. Takk. https://t.co/la85MucKrx
— Arnar Gauti (@arnargauti7) July 23, 2021
Landamærin opinn uppá gátt en læsum heimamenn inni 😤😤
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 23, 2021
Verða kosningar í haust? Er réttlætanlegt að stefna fólki á kjörstaði á meðan veiran finnst í landinu? Ég held ekki!
— Jonas Sigurgeirsson (@JSigurgeirsson) July 23, 2021
Ætlar enginn að fara að leita réttar síns fyrir dómstólum vegna valdníðslu ríkisvaldsins? Það bara getur ekki verið að þetta standist. Beiting svona aðgerða er einungis neyðarúrræði og það er ekkert slíkt ástand sem réttlætir slíkar raðstafanir sem nú eru boðaðar
— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) July 23, 2021
eg missi vinnuna a morgun kl 00:00 svaka pepp. a samt þrju gigg eftir fyrir það og þegar eg segi að eg se að fara að hoppa þa er eg að FARA AÐ HOPPA
— Ekkigugusar🙅🏼♀️ (@ekkigugusar) July 23, 2021
— Bjarki 🇵🇸 (@BjarkiStBr) July 23, 2021
Ok getum við samt plllís ekki farið beint í það að skamma fólk fyrir að hafa farið i frí eða hitt fólk eða fyrir að vera til. Þetta sökkar en það var enginn vísvitandi að reyna að setja Covid á blússandi siglingu aftur hérna
— ✨ Inga Boogie ✨ (@Inga_toff) July 23, 2021
„Djammið has cost you your strength! I am Þjóðhátíð’s reckoning.“ pic.twitter.com/gKvFNcNc91
— Siffi (@SiffiG) July 23, 2021