78 einstaklingar greindust innanlands hér á landi í gær. 59 af smitum gærdagsins greindust hjá fólki sem var ekki í sóttkví og því ljóst að fjöldi þeirra sem þarf að sæta sóttkví mun aukast mjög. Ljóst er að enn ein bylgja kórónuveirunnar er hafin hér á landi.
Þessar fréttir koma fæstum á óvart en þó voru flestir að vona að eitthvað kraftaverk myndi gerast, að kórónuveiran hefði bara allt í einu þurrkast út. Það voru litlar, líklega engar, líkur á því að kórónuveiran myndi gufa upp á einni nóttu. Ljóst er að Íslendingar eru allt annað en sáttir með fjölda smita þrátt fyrir það.
Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá fjöldan allan af Íslendingum missa sig yfir tölum dagsins. Fólk er pirrað, ósátt og reitt með fréttirnar og ekki eru allir á sama máli með það hvort herða eigi aðgerðir hér innanlands að nýju. Þau sem hrósuðu sigri þegar þau fengu Janssen bóluefnið beint í æð hugsa nú með ónotatilfinningu um það þegar þau montuðu sig í gríð og erg yfir því að hafa bara þurft að fá eina sprautu.
Nú er nefnilega í kortunum að þau sem fengu Janssen þurfi að fá aðra sprautu til viðbótar, líklegast frá Pfizer. „Ég fékk kannski Janssen en ég þurfti þó bara eina sprautu,“ var setning sem margir Janssenfylltir einstaklingar létu út úr sér í byrjun sumars en nú þurfa sömu einstaklingar líklega að éta hattinn sinn og troða svo sokknum í trýnið í leiðinni.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar á Twitter höfðu að segja um stöðu faraldursins hér á landi:
Hélt þetta væri búið? Þetta á að vera búið. Ég er í afneitun.
— Jökull Alfreð (@Jokull201) July 22, 2021
ætlaði mér í gönguferð í einhverja eyðivík í næstu viku… held ég fari bara núna og komi ekkert til baka, bless.
— Huginn Ragnarsson I (@ofurhuginn) July 22, 2021
Trúi því ekki að ég þurfi að fara að þvo á mér hendurnar aftur, okkur var lofað að íþyngjandi aðgerðum myndu heyra sögunni til núna
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) July 22, 2021
Nenniði að hætta að smitast, það væri næs.
— Óli G. 🌐 (@dvergur) July 22, 2021
Jæja. Þá er bara að skríða í híði fyrir Víði og skella sér í geðrof fyrir Þórólf.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021
Umhverfisvænt grín, endurunnið ár frá ári… https://t.co/M9lgmGobyl
— e18n (@e18n) July 22, 2021
Ég er ekki einu sinni að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið á næstunni en mig langar samt eiginlega bara að grenja😭😭😭 pic.twitter.com/hvyW0GAKL2
— Heiða (@ragnheidur_kr) July 22, 2021
uff er gíraður í að smakka nýtt janssen, janssen classic var alveg næs og allt það en hef heyrt sick sjúka góða hluti um þetta cherry cola janssen
— Hafþór Óli (@HaffiO) July 22, 2021
Ég er ekki einu sinni að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið á næstunni en mig langar samt eiginlega bara að grenja😭😭😭 pic.twitter.com/hvyW0GAKL2
— Heiða (@ragnheidur_kr) July 22, 2021
it's beginning to look a lot like borgaraleg óhlýðni
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) July 22, 2021
Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.
Allir: Ok, þannig það er sem sagt allt óbreytt og hátíðir fara fram og svona?
Þórólfur: Þannig að ég legg til að við förum aftur í takmarkanir.
Allir: Gætirðu verið aðeins skýrari með þetta? Finnst þetta smá óljóst— Þossi (@thossmeister) July 22, 2021
Ætla að segja það…
Fokk covid, þreytt dæmi. pic.twitter.com/wS5NlIZuEG
— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 22, 2021
„þessu lýkur hvergi fyrr en þessu lýkur allsstaðar” eins og það sé bara að fara að gerast á næstu árum?
á að loka öllu þangað til eða— slemmi (@selmalaraa) July 22, 2021
Mér finnst alltof margir á forritinu vera gera lítið úr covid bara því um eigin hagsmuni er að ræða (t.d Versló) plís hugsum um heildina og stóru myndina og ekki fara í þessa einstaklingshyggju. Kveðja 21 árs stelpan með lungnavandamál eftir að hafa fengið covid.
— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) July 22, 2021
Ég nenni þessu ekki.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 22, 2021
Hljómar eins og samkomubann hefjist næstu daga. Mér finnst þetta allt erfitt. Vil engar takmarkanir, en á sama tíma vil ég að það náist að hemja þetta strax. Vil helst að þessi veira hverfi og við þurfum ekki að.hugsa um hana meira. 😫
— Hildur Ýr Ísberg (@Hildurisberg) July 22, 2021
Ég geng um gólf í vatteruðu herbergi á bráðageðdeild fyrir Þórólf
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) July 22, 2021
Ef þau loka sundlaugunum verð ég frjalslyndasti fávitinn out there. Mótmæli daginn út og daginn inn🥺
— Steingrímur (@Arason_) July 22, 2021
Hugur minn er hjá þeim sem eru með brúðakaupmskopulagt næstu vikurnar. Kannski búin að festa þrisvar.
— Gústi (@gustichef) July 22, 2021
Takk Þórolfur fyrir að sjúga alla lífslöngun úr þjóðinni. takk takk. pic.twitter.com/EWW2Zkcbdq
— Teitur Örlygsson (@teitur11) July 22, 2021
Landspítalinn mætti íhuga að borga starfsfólki peninga fyrir að búa til sumarkúlu fyrst það er svona mikilvægt. https://t.co/ibWQHEsPPT
— Margrét Arna (@margretviktors) July 21, 2021
78 smit! Getur þetta fólk ekki verið í sleik heima hjá sér?!
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021
Jæja, þá er maður bara orðin þunglyndur aftur pic.twitter.com/O1LygNihMw
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 22, 2021
78 greindust innanlands í gær!
Vonandi var gaman…
(checks notes)
að lifa bara eðlilegu lífi litlu skítarnir ykkar.— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) July 22, 2021
78 ný smit í gær🙈 pic.twitter.com/A68r1YV41O
— Heiða (@ragnheidur_kr) July 22, 2021
Mer finnst 78 vera lag tala þust ég er me 500 og eh Followers herna.
— Birkir Bicep (@birkirbeast) July 22, 2021
Spái oftast fyrir um tölu dagsins. Það er bingó í dag. pic.twitter.com/D6fVGFWnIi
— Arnór Bogason (@arnorb) July 22, 2021
Möguleg viðbrögð stjórnvalda við fjölgun smita stressar mig meira en fjölgunin sjálf.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) July 22, 2021
Djöfull eru FKN margir í sóttkvî pic.twitter.com/zTsQBm3oLG
— slinda 😮💨 (@siggalinda) July 22, 2021
Sirka vika í þetta og við missum það endanlega pic.twitter.com/A7DVWTgqB7
— Sylvía Hall (@sylviaahall) July 22, 2021
Víðir er bugaður. BUGAÐUR
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) July 22, 2021
“Þórólfur þessari spurningu er beint til þín dawg” pic.twitter.com/ADIJALgORu
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 22, 2021
eg hef engan húmor fyrir þríeykinu ég hata þau þau hafa aldrei neitt skemmtilegt að segja eru alltaf að banna okkur eitthvað og skamma okkur hata þau
— sniddi 🤘 (@sindrimf) July 22, 2021
ogeðslega skrytið að fólk er ennþá að greinast með covid fyrst það er búið? weird haha
— sóllilja (@freyjaplaya) July 22, 2021
"Björn Ingi hjá Viljanum hérna. Ég er með spurningu til þín Þórólfur. Væri ekki ráð að loka þessum Bankastræti club og kveikja í staðnum?"
— Maggi Peran (@maggiperan) July 22, 2021
Er komin með bráðaofnæmi fyrir orðinu “minnisblað”
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 22, 2021
þetta er mj0g næs ef mar nennir að betta samt
— Hafþór Óli (@HaffiO) July 22, 2021
Er hægt að virkja þennan kraft sem myndast þegar forritið fer að tala á innsoginu um fjölda smita?
— gunnare (@gunnare) July 22, 2021
Helgi Björns rn pic.twitter.com/y1JpdPO3FZ
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 22, 2021
Í gegnum ekkasogin má í það minnsta gleðjast yfir nýjasta smityrðinu. Vertu velkominn í málið Örvunarskammtur.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 22, 2021
Ég vil örvunarskammt af fæser takk. En ég vil líka moderna. Vil bara safna þar til ég er þrútinn af efnum.
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) July 22, 2021