Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Ráðningarstyrkir eru veittir til að hægt sé að ráða fólk til starfa. Samkvæmt reglugerð um ráðning atvinnuleitenda með styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði er Vinnumálastofnun heimilt að gera samning við „fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda, sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins“. En á þeim tíma sem atvinnuleitandinn gegnir starfinu ávinnur hann sér ekki bótarétt.
Aðspurð sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, ekki gott að segja hvort þetta hafi áhrif á hvort fólk þiggi störfin síður eða þiggi frekar önnur störf sem eru ekki í gegnum átakið. Hún benti á að bótarétturinn geymist óbreyttur á meðan fólk tekur þátt í átakinu og að líklega geri fæstir þeirra sem fá vinnu í gegnum átakið ráð fyrir að þar sé um framtíðarstarf að ræða.