Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður eins og hann er betur þekktur, hefur verið mikið í umræðunni á Twitter undanfarið en hann hefur óbeint verið sakaður um ofbeldi gegn konum. Óhætt er að fullyrða að Twitter-stormur hafi geisað vegna ásakananna á hendur tónlistarmanninum sem eru allt frá frelsissviptingu til kynlífs með stelpum undir lögaldri. Auðunn er sjálfur 28 ára gamall.
Umræðan um Auð hefur verið í gangi á samfélagsmiðlum um nokkurt skeið án þess að tónlistarmaðurinn hafi verið nafngreindur nema undir rós. Hafa ásakanirnar yfirleitt verið með þeim hætti að þær eru settar fram á hendur nafnlausum tónlistarmanni en síðan er vísað í lagaheiti eða brot úr textum frá tónlistarmanninum.
Auður er verktaki hjá Þjóðleikhúsinu en hann tekur þátt í uppsetningu leikhússins á Rómeó og Júlíu og mun koma þar að hljóðheimi uppsetningarinnar. Jón Þ. Kristjánsson, forstöðumaður samskipta hjá Þjóðleikhúsinu, staðfestir við DV að málið sé komið á borð hjá stjórnendum Þjóðleikhússins og að það sé til skoðunar.
DV hefur heimildir fyrir því að málið hafi þegar verið rætt á fundi innan Þjóðleikhússins sem Auður átti aðkomu að. Ekkert hafi þó verið aðhafst enn.
Auður birti sjálfur færslu á Twitter-síðu sinni í byrjun maí þar sem hann sagðist senda styrk og ást til þolenda. Þetta skeyti hleypti illu blóði í marga og var óspart gefið ískyn að Auður væri hræsnari með því að skrifa þessa færslu.
Átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er í kringum mann. Sendi styrk og ást til þolenda. 💖
— AUÐUR (@auduraudur) May 7, 2021
Nafn hans hefur einnig óbeint verið nefnt, með tilvísunum í texta og lagaheiti, í sambandi við svokallaða þöggunarsamninga sem DV fjallaði um á dögunum en umræðan um þá hefur verið afar hávær á samfélagsmiðum. Þær sögur snerust um að landsfrægur tónlistarmaður hefði sofið hjá stelpum undir lögaldri og látið þær skrifa undir slíka samninga, sem að sjálfsögðu eru með öllu ólöglegir. Tekið skal fram að eftirgrennslan DV hefur ekki leitt neitt í ljós sem sannar að slíkir samningar séu fyrir hendi.
Auður á að koma fram á tónleikum Bubba Morthens í Hörpu þann 16. júní næstkomandi. Ísólfur Haraldsson, umboðsmaður Bubba, staðfesti það í samtali við DV.
DV hefur ítrekað reynt að hafa samband við Auð og Steinunni Camillu, umboðsmann hans, síðastliðna viku en hvorugt þeirra hefur svarað. Auður hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum vegna málsins en síðasta Twitter-færsla hans er færslan hér fyrir ofan, hún birtist fyrir einum mánuði síðan. Síðan þá hefur tónlistarmaðurinn látið lítið fyrir sér fara.
Alls ekki auðvelt að stíga upp gegn stærstu poppstjörnu landsins ef hún braut á þér. Þið sem hafið gefið viðkomandi platform og peppað hann í gegnum árin getið gert þolendum auðveldara fyrir með því að taka afstöðu gegn ofbeldi og fordæma þessa hegðun til að sýna hvar þið standið
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) June 7, 2021
Það er bara því miður ekki hægt að gera þetta svona. https://t.co/gIhnNzOEZZ
— Edda Falak (@eddafalak) June 4, 2021
er búin að fá nokkur skilaboð um að tala/seigja ehv um málið sem er í gangi með “tónlistarmanninum”, hef því miður voða litið að setja útá það, AF ÞVÍ að allt sema maður HEFUR að seigja er þarna already, eina sem eg hef að segja er fuck him og fuck allir sema stunda þetta, easy🤮
— daniil (@ungurdaniil) June 5, 2021
Það mun ekkert gerast fyrr en fjölmiðlar og/eða fólkið í kring um þennan gæja hysjar upp um sig og talar um þetta. Þykir alveg bilað að ekki einn fjölmiðill hafi fjallað um þetta? Hvernig gerist það þegar þetta ætti að vera ein bitastæðasta frétt ársins?
— Lúkas (@lukasbjrn) June 3, 2021
Allt sami frægi tónlistamaðurinn:
Segi ekki meir pic.twitter.com/9yPBkutHob
— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) June 3, 2021
ég geri mér grein fyrir að það á ekki að ganga á eftir einstaklingum um yfirlýsingu og biðst afsökunar að hafa tekið þátt í því.
EN
ég var vöruð fyrst við þessum gæja þegar ég var 17 ára, ég veit af fleiri en einni og fleiri en tveimur stelpum sem hafa lent í honum og aldrei
— karitas m. b. (@kaerleikurinn) June 4, 2021
passa krakkar mínir að nauðga ekki ólögráða stúlkum þið gætuð misst 300 followers á instagram
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) June 4, 2021
— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) June 3, 2021