fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Auður opnar sig um ásakanirnar og viðurkennir að hafa farið yfir mörk – Segir „flökkusögur um alvarleg afbrot“ ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. júní 2021 18:55

íslensku tónlistarverðlaunin 2020. Auðunn Lúthersson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag fjallaði DV um ásakanir tónlistarmannsins Auðs, sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson. Auður hefur nú birt yfirlýsingu vegna ásakananna.

Auður birti yfirlýsinguna sýna í færslu Instagram-síðu sinni. Þar viðurkennir hann að hafa farið yfir mörk konu árið 2019 og segir upplifun hennar vera það sem skiptir máli. Hann segir þó að flökkusögur um alvarleg afbrot sem hafa verið á flugi undanfarið ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.

Sjá meira: Þjóðleikhúsið með ásakanir á hendur Auði til skoðunar

Hann segist hafa leitað sér hjálpar vegna hegðunar sinnar og að hann sé staðráðinn í að bæta hegðun sína og læra af umræðunni. Þá segist hann fordæma kynbundið ofbeldi og að hann hafi verið blindur á það hvernig hann var hluti af vandanum.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

„Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent á af Stígamótum.

Upplifun konunnar er það sem skiptir máli. Samkvæmt frásögn hennar spurði ég „má ég“ og „líður þér óþæginlega?“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr. Hún hefur bæði á Messenger og á Instagram hvatt mig til að nýta þann vettvang sem ég hef til að taka ábyrgð á hegðun minni.

Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á að ég hef ekki alltaf virt mörk. 

Ég er staðráðinn í að læra meira af þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessum sem betri maður.

Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé.

Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan.

Auðunn.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Auður (@auduraudur)

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt