fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Persónuvernd sektar Huppuís um 5 milljónir – Myndavélar þar sem starfsfólk undir lögaldri skipti um föt

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 29. júní 2021 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur lagt stjórnvaldssekt, að fjárhæð 5 milljón króna, á ísbúðina Huppuís vegna rafrænnar vöktunar í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins.

Upphaf málsins má rekja til kvörtunar sem foreldri lagði fram fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar, sem vann í ísbúðinni, yfir rafrænni vöktun í rými sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, nota til að hafa fataskipti og klæðast einkennisfatnaði búðarinnar. Þá var einnig kvartað yfir að merkingum um rafræna vöktun hafi verið ábótavant og að starfsmönnum ísbúðarinnar hafi ekki verið tilkynnt um vöktunina eða þeir fengið fræðslu um réttindi sín varðandi hana.

Var niðurstaða Persónuverndar sú að vinnsla persónuupplýsinga sem fólst í vöktuninni hafi ekki stuðst við fullnægjandi heimild til vinnslu samkvæmt persónuverndarlögum og hvorki hafi verið gætt að gagnsæiskröfu né meðalhófskröfu laganna. Þá er það niðurstaða Persónuverndar að ekki hafi verið gert glögglega viðvart um vöktun með merki eða á annan hátt og að fræðsluskyldu gagnvart starfsmönnum hafi ekki verið gætt. Loks er það niðurstaða Persónuverndar að Huppuís ehf. hafi brotið gegn 5. tölul. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 90/2018 sem fjallar um aðgang Persónuverndar að gögnum, á meðan rannsókn málsins stóð.

Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars litið til þess að umrædd brot voru mörg og beindust gegn einstaklingum undir lögaldri, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Einnig var litið til þess að atvinnurekendur bera fulla ábyrgð á því að rekstur þeirra samrýmist settum lögum og reglum á hverjum tíma og væri þannig skylt að tryggja viðunandi starfsumhverfi og réttindi starfsmanna sinna. Huppuís gæti því ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum er það varðar. Þá mat Persónuvernd það til þyngingar að brot Huppuíss vörðuðu hagsmuni barns.

Þá var lagt fyrir Huppuís ehf. að stöðva umrædda vöktun og eyða uppteknu efni úr þeirri eftirlitsmyndavél. Enn fremur var lagt fyrir fyrirtækið að yfirfara og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri