fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Lúsmý er farið að narta í landsmenn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 08:00

Svona lít bit eftir lúsmý út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrar tilkynningar um bit lúsmýs hafa borist Náttúrufræðistofnun það sem af er sumri. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur, segir að vel sé fylgst með þróun mála og að óvíst sé hvaða áhrif kaldur júní komi til með að hafa á flugurnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Matthíasi sem sagði jafnframt að sumarið og flugutíminn sé rétt að hefjast.

„Flugtíminn er frá júní og til loka ágúst. Það er ekki vitað hvort um er að ræða eina eða tvær kynslóðir en langur flugtími gæti bent til tveggja kynslóða,“ sagði hann um niðurstöður rannsóknar sem var gerð eitt árið. Í henni voru flugur veiddar í gildru og síðan taldar. Var fjöldinn þá mestur í lok júlí og byrjun ágúst.

Matthías sagðist ekki geta fullyrt að ákveðnir staðir séu verri en aðrir hvað varðar lúsmý en útbreiðsla þess sé að aukast og reikna megi með að það hreiðri um sig um allt land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“