Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Matthíasi sem sagði jafnframt að sumarið og flugutíminn sé rétt að hefjast.
„Flugtíminn er frá júní og til loka ágúst. Það er ekki vitað hvort um er að ræða eina eða tvær kynslóðir en langur flugtími gæti bent til tveggja kynslóða,“ sagði hann um niðurstöður rannsóknar sem var gerð eitt árið. Í henni voru flugur veiddar í gildru og síðan taldar. Var fjöldinn þá mestur í lok júlí og byrjun ágúst.
Matthías sagðist ekki geta fullyrt að ákveðnir staðir séu verri en aðrir hvað varðar lúsmý en útbreiðsla þess sé að aukast og reikna megi með að það hreiðri um sig um allt land.