fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Leitað að hvítabirni á Hornströndum – Uppfært

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 04:09

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hefur leitað að Hvítabirni á Hornströndum í nótt eftir að tilkynning barst frá gönguhópi í Hlöðuvík um að þar væru ummerki eftir óþekkt dýr, hugsanlega hvítabjörn. Strax var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og fóru tveir lögreglumenn með henni í eftirlitsflug yfir svæðið.

Enginn hvítabjörn sást en út frá skoðun á vegsummerkjum í Hlöðuvík er ekki hægt að útiloka að þau séu eftir hvítabjörn. RÚV hefur eftir varðstjóra hjá lögreglunni að þessi ummerki séu fótspor og saur. Engin hafís er nú nærri Hornströndum en ís var þar fyrir tíu til fjórtán dögum.

Lögreglan hefur gert ráðstafanir til að láta fólk á svæðinu vita sem og ferðaþjónustuaðila.

Í Facebookfærslu lögreglunnar er fólk hvatt til að sýna aðgæslu og þeir sem höfðu sett stefnuna á ferð á svæðið beðnir um að bíða þar til gengið hefur verið úr skugga um að enginn hvítabjörn sé þar.

Uppfært klukkan 06:00

Lögreglan á Vestfjörðum hefur birt tilkynningu á Facebooksíðu sinni þar sem fram kemur að eftir eftirgrennslan og rannsóknir hafi allri leit að hvítabirni verið hætt. Ekki sé talið að um hvítabjörn sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?