fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Samfélagslegt ónæmi er að nást með bólusetningum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 09:00

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagslegt ónæmi gegn COVID-19 er að myndast hér á landi með bólusetningum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.  Hann segir mikilvægt að muna að faraldurinn sé ekki búinn og að ekki megi sofna á verðinum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þessi smit sem eru að greinast bæði hér innanlands og á landamærunum eru ekki að dreifa úr sér, sem segir okkur að það er komið nokkuð gott samfélagslegt ónæmi,“ er haft eftir Þórólfi.

Hann segir mikilvægt að hafa í huga að faraldurinn sé ekki búinn og að ekki megi sofna á verðinum. „Fólk sem til dæmis er ekki fullbólusett þarf að gæta vel að sér að smitast ekki og ég tala nú ekki um þá sem eru óbólusettir,“ og benti á hversu mikilvægt það sé að allir hugi áfram að einstaklingsbundnum sóttvörnum. „Þá þurfum við að huga vel að okkur varðandi ný afbrigði, faraldurinn er í mikilli útbreiðslu í mörgum löndum, til dæmis í Bretlandi þar sem hann er í mikilli aukningu þannig að þetta er ekki búið þó að þetta gangi vel hjá okkur,“ sagði hann einnig.

Í dag verða um 10 þúsund bólusettir með bóluefni frá Janssen. Á morgun fá um 18 þúsund manns bóluefni frá Pfizer, þar af fá 8.500 manns fyrri skammtinn. Til stóð að bólusetja um 5 þúsund manns með bóluefni frá AstraZeneca í vikunni en þar er um seinni skammtinn að ræða fyrir viðkomandi. Það dregst þó fram yfir helgi þar sem afhending á efninu tefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði