fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Segja nafn sitt hafa verið birt í umdeildu auglýsingunni án samþykkis – „Kannski lentu fleiri þar án samþykkis“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. júní 2021 19:15

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. júní síðastliðinn birtist auglýsing í Morgunblaðinu sem tók heila opnu. Auglýsingin hafði það að markmiði að vara við kannabisneyslu. Rauði krossinn er á meðal þeirra sem koma fram í auglýsingunni en nú kemur fram að það hafi verið gert án þeirra samþykkis.

„Kannabisneysla … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða. Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er líka hættulegt fíkniefni,“ stendur í auglýsingunni sem vakti úlfúð og hefur verið ansi umdeilt eftir að hún var birt.

Sjá einnig: Auglýsing um kannabisneyslu vekur úlfúð:„Í hvaða andveruleika erum við komin?“

Íslenska lögregluforlagið og Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna bera ábyrgð á auglýsingunni, en mikill fjöldi fyrirtækja, embætta, stofnanna og sveitarfélaga koma fram í henni. Þar má auk Rauða krossins nefna Vínbúðina, KFC, Melabúðina, Mjólkursamsöluna, Bakarameistarann, Happdrætti Háskóla Íslands, Mjölni, N1, Samherja, og fleiri.

„Kannski lentu fleiri þar án samþykkis“

Rauði krossinn birti í dag færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fram kemur að nafn Rauða krossins hafi verið í auglýsingunni án þeirra samþykkis. „Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í Morgunblaðinu. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun,“ segir í færslunni.

„Við teljum framsetningu skilaboðanna því miður valda hræðslu frekar en að ýta undir forvarnir. Þá kemur á óvart að sjá fleiri aðila sem talað hafa fyrir skaðaminnkandi nálgun á þessum lista en kannski lentu fleiri þar án samþykkis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Í gær

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum