fbpx
Föstudagur 06.september 2024
Fréttir

Réðst á tvo Íslendinga en sleppur við fangelsisvist – „Hann hélt að þetta yrði hans síðasta“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 09:23

Árásin á að hafa átt sér stað nálægt PRYZM klúbbnum í Brighton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur unglingur að nafni Lewis Kelly er einn af þeim sem tók þátt í alvarlegri líkamsárás á tveimur Íslendingum í Brighton. Kelly var yngstur af hópi sem réðst á Íslendingana en hann slapp við fangelsisvist á þeim grundvelli að dómstóllinn fann til með honum. Brighton and Hove News fjallaði um málið en Fréttablaðið greindi frá hér á landi í morgun.

Málið var tekið fyrir af dómstól í Bretlandi á föstudag en þar var Kelly vorkennt svo mikið að hann var ekki dæmdur í fangelsi fyrir árásirnar. Fram kemur að það hafi verið sannað að Kelly hafi úðað piparúða í andlitið á Íslendingunum og veitt þeim alvarlega áverka. Dómstóllinn heyrði svo söguna um það hvernig uppvöxtur Kelly var og ákvað þá að dæma hann í skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára.

Líkamsárásin átti sér stað í Brighton árið 2019 en Íslendingarnir voru gangandi saman þegar Kelly og fleiri unglingar réðust að þeim með piparúða. Eftir piparúðann fengu Íslendingarnir högg og spörk í sig með þeim afleiðingum að annar þeirra braut augntóft.

Fréttablaðið náði tali af Íslendingunum sem urðu fyrir árásinni en þeir vildu ekki tjá sig um málið. Þeir eiga báðir eftir að fara út til Brighton og bera þar vitni.

„Hann hélt að þetta yrði hans síðasta“

Upptaka af árásinni var spiluð í dómsal en saksóknarinn í málinu, Tim Devlin sagði að árásin hafi verið miskunnarlaus. „Annar þeirra reyndi að verja sig og fann hvernig högg og spörk dundu á honum, meðal annars á höfðinu. Hann hélt að þetta yrði hans síðasta,“ sagði saksóknarinn.

Verjandinn í málinu ræddi þá um uppvöxt Kelly og benti á að hann hafi ekki brotið neitt af sér eftir árásina. Þá benti verjandinn á að Kelly væri bótaþegi og væri að reyna að sjá fyrir ungum syni sínum. „Hann trúir ekki að þetta sé hann á öryggismyndavélunum. Hann skammast sín því þessir menn höfðu ekkert gert af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hélstu að sumarið væri búið? 

Hélstu að sumarið væri búið? 
Fréttir
Í gær

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti hættir sem borgarfulltrúi vegna veikinda – „Þetta var ekki auðveld ákvörðun en ég stend við hana“

Trausti hættir sem borgarfulltrúi vegna veikinda – „Þetta var ekki auðveld ákvörðun en ég stend við hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingspiltur hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir lífshættulega hnífaárás – „Hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu“

Unglingspiltur hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir lífshættulega hnífaárás – „Hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu“