fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Borgarstjóri vill ekki stytta opnunartíma skemmtistaða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 08:00

Dagur B Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að ekki standi til að stytta opnunartíma skemmtistaða í miðborginni. Styttri opnunartími var tekinn upp vegna sóttvarnaaðgerða en hann er ekki kominn til að vera.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Hættan er sú að ef styttri opnunartími verður viðvarandi þegar samkomutakmörkunum sleppir færist skemmtanahaldið einfaldlega út á stræti og torg og í íbúðahverfi og heimahús af því barir og veitingastaðir loka allir í einu,“ er haft eftir Degi sem vísar með þessum orðum til stöðunnar eins og hún var fyrir tuttugu árum áður en opnunartíminn var gefinn frjálsari en þá var.

„Sagan kennir okkur að það þýðir ekki endilega aukið öryggi, færri afbrot eða meira næði að hafa opnunartímann styttri. Ég myndi hins vegar fagna því að fólk byrji fyrr og fari þá líka fyrr heim eins og hefur verið áberandi að undanförnu, það verði nýr partur af skemmtanamenningunni. Vonandi er sú þróun komin til að vera,“ sagði hann einnig.

Að undanförnu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallað eftir því í fjölmiðlum að umræða verði hafin um styttingu opnunartíma skemmtistaða út frá reynslu síðustu mánaða.

Reykjavíkurborg hefur ekki borist formlegt erindi um þetta frá lögreglunni en Dagur sagðist ræða reglulega við lögreglustjóra um málefni miðborgarinnar. „Það hafa sannarlega orðið afgerandi og jákvæðar breytingar í afbrotatölfræðinni á meðan samkomutakmarkanir hafa verið í gildi. Þetta hefur verið tengt við styttri opnunartíma skemmtistaða og örugglega er eitthvað til í því. Það má þó ekki gleyma því að samkomutakmarkanir vegna faraldursins hafa ekki síður haft áhrif á aðrar skemmtanir og partý í heimahúsum. Það hefur líklega ekki síður skilað sér í fækkun afbrota í ákveðnum brotaflokkum,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að borgin vilji öruggt skemmtanalíf en ekki standi til að festa opnunartímann, sem var tekinn upp vegna sóttvarnaaðgerða, í sessi til frambúðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá