fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Bæjarfulltrúi segir af sér og stefnir Ísafjarðarbæ – Segist hafa orðið fyrir einelti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. júní 2021 15:50

Sif Huld Albertsdóttir og Ísafjarðarbær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur gert bótakröfu  á hendur Ísafjarðarbæ vegna meints eineltis í sinn garð. Hún hefur jafnframt beðist lausnar frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi sem og öðrum verkefnum sem því fylgja, en hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins síðastliðin þrjú ár.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Sif Huld hefur sent á fjölmiðla.

Ísafjarðarbær fékk ráðgjafafyrirtækið Attentus til að rannsaka ásakanir Sifjar Huldar um einelti í sinn garð af hálfu embættismanns bæjarins. Sif Huld segir að niðurstaða greiningar Attentus hafi verið sú að um einelti væri að ræða. Enn fremur sé Ísafjarðarbær gagnrýndur fyrir að hafa ekki aðhafst fyrr í málinu.

Umrædd skýrsla hefur ekki verið birt og beiðni DV um að fá hana í hendur hefur verið hafnað, af hálfu Sifjar Huldar, á þeim forsendum að efni skýrslunnar sé trúnaðarmál.

„Vegna þessa seinagangs og aðgerðaleysis hef ég ákveðið að gera bótakröfu á hendur Ísafjarðarbæjar, þar sem niðurstaðan var ótvírætt, langvarandi einelti. Ég hef falið Sævari Þór Jónssyni lögmanni að gæta réttar míns í málinu,“ segir Sif Huld í tilkynningu sinni. Hún segir enn fremur:

„Ég vil þakka bæjarfulltrúum kærlega fyrir samstarfið á síðustu þrjú árin og ég vil sérstaklega þakka íbúum Ísafjarðarbæjar innilega fyrir það traust að fá að starfa í þeirra þágu, en á meðan ég get ekki treyst kerfinu get ég ekki unnið fyrir kerfið í þágu íbúanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir