Líkt og DV greindi frá í gær hafa margar af helstu útvarpsstöðvum landsins tekið tónlist listamannsins Auðs úr spilun í kjölfar ásakana um að hafa „farið yfir mörk,“ kvenna. Auður sjálfur birti tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem hann viðurkenndi að hafa farið yfir mörk einnar konu, en neitaði fyrir aðrar ásakanir. Sagði hann þær flökkusögur sem ættu sér enga stoð í raunveruleikanum.
Lesa frekar: Tónlist Auðs ekki lengur í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins
Engar kærur höfðu borist lögreglu vegna málsins í gær, að því er heimildir DV herma.
Fréttir af viðbrögðum útvarpsstöðva vöktu hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og mátti sjá og heyra að lesendur höfðu margt um málið að segja.
Nú gefst lesendum DV tækifæri til þess að láta skoðun sína í ljós.