Fáninn er 131×188 cm og er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, en hann staðfesti einmitt lög númer 34/1944 um notkun þjóðfánans en þau eru enn í gildi en breytingar hafa þó verið gerðar á þeim í gegnum áratugina.
Á heimasíðu Bruun Rasmussen kemur fram að vitað sé að tveir fánar, áritaðir af Sveini Björnssyni, séu til og hér sé annar þeirra boðinn til sölu. Sveinn áritaði fánann og gaf á uppboð sem var haldið til styrktar hermönnum sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni.
Uppboðinu lýkur um klukkan 16.40 að íslenskum tíma næsta mánudag. Sérfræðingar uppboðshússins telja fáninn muni seljast á sem nemur um 300.000 til 400.000 íslenskum krónum. Upphafsboð er sem nemur um 200.000 íslenskum krónum. Ekkert boð var komið í fánann þegar þetta er skrifað.