fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að aukning á atvinnuþátttöku verði hröð í sumar. Iðnfyrirtæki hyggjast ráða mörg hundruð iðnnema til starfa í sumar í gegnum átaksverkefni ríkisstjórnarinnar fyrir námsmenn. Með átaksverkefninu er stefnt að því að skapa 2.500 störf í sumar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR, sagði að fyrirtæki um allt land hafi lýst yfir áhuga á að ráða námsmenn til starfa í sumar í tengslum við átaksverkefnið. Rúmlega 140 fyrirtæki hafa nú þegar svarað að hennar sögn, flest á höfuðborgarsvæðinu.

Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði að 24 fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á að bæta við starfsmönnum til viðbótar við þá sem fyrirhugað var að ráða í sumar. Hann sagði að rafiðnaðarmenn fari þó gætilega vegna óvissu í atvinnulífinu.

Á fyrsta ársfjórðungi voru 70,7% af mannfjölda starfandi á atvinnumarkaði samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Þetta er sögulega lágt hlutfall.

Morgunblaðið hefur eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, að hún telji að hlutfallið muni hækka hratt í sumar samhliða því sem áhrif heimsfaraldursins dvína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?