fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Sigmar segist ekki taka afstöðu með Sölva heldur sé hann hlutlaus – Útskýrir tárin sem hann felldi yfir viðtalinu

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir athafnamanninn Sigmar Vilhjálmsson fella tár yfir viðtali Sölva Tryggvasonar við sjálfan sig hefur vakið mikla athygli, en meint ofbeldismál Sölva hefur verið ansi áberandi, bæði í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í þessari viku.

Í kvöld birti Sigmar nokkur myndbönd á Instagram-síðu sinni, þar sem hann útskýrði tárin sem hann felldi. Hann fullyrðir að með því að gráta hafi hann ekki verið að sýna Sölva stuðning, enda viti hann í raun ekkert um þetta meinta ofbeldismál. Hann tók þó fram að þegar Sölvi ræddi sjálfsvígshugsanir þá hafi hann verið að horfa á mann í angist og því hafi tárin farið að streyma.

Í myndböndum sem birtust í Instagram Story hjá Sigmari sagði hann:

Ég hef verið að fá ansi mikið af persónulegum skilaboðum um að ég sé ekki að sýna þolendum ofbeldis samúð. Ég veit ekki alveg hvaðan það kemur. Ég vil taka af því öll tvímæli að ég styð engan sem beitir ofbeldi, og þeir sem beita ofbeldi eiga að fá dóm og refsingu fyrir það. Svo það sé algjörlega sagt.

Það að ég skildi fella tár yfir viðtali Sölva Tryggvasonar við sjálfan sig snerist ekki um að ég væri að taka afstöðu með honum í máli sem ég veit ekkert um. Þvert á móti: þarna var ég að horfa á mann í angist, hvort sem hann er sekur eða saklaus. Ég tek ekki afstöðu til þess.

Í þessum kafla þar sem hann er að tala um sjálfsvígshugsanir og hann vilji ekki gera það því pabbi hans sé nú þegar búinn að missa einn son. Já þá felldi ég tár, af því að hvað sem veldur í þessu máli sem allir eru að velta sér upp úr í dag, þá fann ég til með honum á þeim tímapunkti.“

Í kjölfarið gagnrýnir Sigmar að Sölvi hafi verið nafngreindur af fjölmiðlum vegna málsins. Hann segir að hann hafi lengi verið mótfallinn því að fólk sé nafngreint áður en það hafi farið sína leið í gegnum dómstóla. Staðreyndin er hins vegar sú að Sölvi nafngreindi sig sjálfur með því að birta viðtal þar sem hann segist vera maðurinn sem um ræddi í „slúðursögunum.“

Mikil umræða skapaðist í kring um grátur Sigmars, en á Vísi var fjallað um málið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Vísir birti með sinni frétt, en það var fyrst birt á Instagram-síðu Sigmars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings