fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Hver, hverju, hvern? – Segir afsökunarbeiðni Samherja meingallaða – „Er verið að biðja Helga Seljan afsökunar? Eða allan almenning?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Samherja sem fyrirtækið gaf út í gær þar sem beðist var afsökunar á harðri framgöngu útgerðarinnar í kjölfar Samherjamálsins. Segir hann óljóst hver það er sem er að biðjast afsökunar, á hverju afsökunar er beðist og til hvers beiðninni sé beint.

„Með afsökunarbeiðni Samherja kveður við nýjan tón úr þeirri áttinni og það er gott, vonandi verður framhald þar á. Það er þó aðallega (en ekki eingöngu) þrennt við afsökunarbeiðnina sem truflar,“ skrifar Heiðar á Facebook.

Til að byrja með segir hann óljóst hver það er sem biðst afsökunar. Er það útgerðin öll, forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson eða stjórnendur?

„Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni – einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni?“

Einnig sé óljóst a hverju afsökunar er beðist.

„Í öðru lagi er ekki mjög skýrt á hverju er beðist afsökunar. Þar segir eingöngu að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í harkalegum viðbrögðum við „neikvæðri umfjöllun“ og á þeirri framgöngu vilji fyrirtækið biðjast afsökunar. Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms? Eru það njósnir um aðra fjölmiðlamenn og listamenn? Er það kannski allt þetta eða eitthvað annað sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu?“

Að lokum sé ekki ljóst að hverjum þessi afsökunarbeiðni beinist.

„Í þriðja lagi er ekki mjög skýrt hvern er verið að biðja afsökunar þar sem það er óljóst á hverju er beðist afsökunar. Er verið að biðja Helga Seljan afsökunar? Eða allan almenning? Eða kannski bara starfsfólk Samherja?“

Líklega hefði betur mátt standa að þessari afsökunarbeiðni.

„Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju. Eins og fram kom í frétt RÚV í kvöld þá vildi forstjóri Samherja ekki veita viðtal til að skýra það. Ekki frekar en hann hefur viljað veita viðtöl til að svara þeim ásökunum sem settar hafa verið fram“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“