fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Sjáðu hvernig þú getur komist í niðurgreiddar ferðir til útlanda með Saumaklúbbum ríkisins

Heimir Hannesson
Föstudaginn 28. maí 2021 17:30

Ferð til Austurlands er meðal þess sem boðið er upp á af Saumaklúbbum ríkisins þetta árið. Fókus virðist vera á ferðalög innanlands. mynd/Orlofsnefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú virðast orlofsnefndir húsmæðra um allt land vera komnar á fullt í skipulagningu húsmæðraorlofsferða sumarsins. Þannig birtir til dæmis orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu á vefsíðu, sem opnuð var í vikunni, auglýsingu um ferðir til Vestmannaeyja og Austurlands auk ferðar til Trier í Þýskalandi á þessu ári.

Ferðirnar eru svo til ókeypis en kostnaður vegna þeirra er fjármagnaður með lögbundnu framlagi sveitarfélaga um allt land til nefndanna. Í lögum um orlofsnefndirnar frá 1972 segir að þær séu hugsaðar til þess að veita húsmæðrum tækifæri á orlofi og er eina skilyrðið að þær séu húsmæður og þiggi ekki laun fyrir það. Þá er þess getið í lögunum að veita skuli þeim húsmæðrum forgang á úthlutun úr sjóðum orlofsnefnda, sem eiga fleiri börn og skal taka tillit til aldurs þeirra sem og annarra félagslegra aðstæðna.

Samkvæmt þeim sömu lögum skal hvert sveitarfélag leggja um 100 krónur á ári inn á sína orlofsnefnd fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Um tug milljóna framlag er að ræða á landsvísu.

Í frétt DV um þessar orlofsnefndir sem birtist í síðustu viku kom fram að meðalaldur í ferðunum hefði hækkað hratt á undanförnum árum. Í samtali við blaðamann DV sagði einn forsvarsmaður orlofsnefndar að hennar orlofsnefnd liti sérstaklega til ekkna við úthlutun á ferðum, enda hefðu þær ekki ferðafélaga.

Ljóst er að húsmæður með ung börn eiga með réttu forgang í slíkar ferðir, og eru því ferðaáætlanir orlofsnefnda teknar saman hér að neðan ásamt leiðbeiningum um hvernig skal haga umsókn sinni um að komast í þær ferðir.

Lítið virðist vera um ferðir erlendis á þessu ári, enda aðstæður í þjóðfélaginu þannig. Einhverjar nefndir hafa því brugðið á það ráð að geyma ferðir erlendis fram á næsta ár. Hvað verður nákvæmlega um peningana sem orlofsnefndum er veitt úr vasa skattgreiðenda í gegnum sveitarfélögin er þó á huldu, enda hefur engin orlofsnefnd nokkurn tímann skilað ársreikningi til fyrirtækjaskrár.

Orlofsnefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu

Nefndin sinnir sveitarfélögunum Garðabæ, Grindavík, Kjósarhreppi, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Seltjarnarnesi, Suðurnesjabæ og Vogum.

Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu skipuleggur nú ferðir, sem fyrr segir, til Vestmannaeyja í byrjun júlí, austur á land í september og aðventuferð til Þýskalands í lok nóvember.

Frekari upplýsingar má sjá hér, og hægt er að sækja um hér.

Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík

Nefndin sinnir aðeins Reykjavík, og er sú stærsta á landinu. Nefndin virðist ætla að einbeita sér að ferðalögum innanlands í ár.

Hún skipuleggur nú ferðir í Kaldadal og Borgarfjörð í lok júní og Norðurland um miðjan júní. Sækja má um að komast í þær ferðir með því að senda tölvupóst á orlofh@simnet.is.

Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi

Nefndin skipuleggur nú nokkrar ferðir innanlands. Má þar nefna ferð um Suðurlandið um miðjan júní, Austurland í byrjun júlí auk dagsferða á Suðurlandi. Hægt að sækja um ferðirnar hér.

Aðrar nefndir

Aðrar minni nefndir, þá helst utan höfuðborgarsvæðisins, kynna oft sitt ferðaskipulag með tilkynningum sem birtast á heimasíðum sveitarfélaganna. Hægt er að hafa samband við bæjarskrifstofur í sinni heimabyggð og fá þar upplýsingar um forsvarsmenn orlofsnefnda sem geta gefið upplýsingar um ferðir á vegum nefndanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir