fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Mikill sparnaður íslenskra fyrirtækja vegna færri utanlandsferða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 09:04

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar er afstaðinn reiknar Íslandsbanki með að spara 30 til 60 milljónir á ári með því að fækka utanlandsferðum. Þetta hefur Markaður Fréttablaðsins eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra, í umfjöllun um málið í dag.

Haft er eftir henni að hún sjái fram á verulega breytingu á fundarhöldum og ráðstefnusókn að heimsfaraldrinum loknum því bankinn hafi aðlagað sig að fundum á netinu vegna faraldursins. Hún tók fram að fjarfundir komi þó ekki í stað tengslamyndunar.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði að fyrirtækið stefni á töluverða fækkun utanlandsferða á þessu ári miðað við það sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. „Auðvitað er langt í frá að fjarfundir komi í stað funda og þaðan af síður vörusýninga. Það má líka reikna með því að uppsöfnuð þörf sé á að hitta erlenda viðskiptavini og birgja augliti til auglitis. Stundum vegna mannabreytinga og stundum vegna viðkvæmra samninga þar sem betra er að vera á staðnum,“ er haft eftir honum.

Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, sagði að hjá fyrirtækinu telji fólk að hægt sé að fækka ferðalögum, sem tengjast viðskiptavinum fyrirtækisins ekki, talsvert og að fjarfundabúnaður verði notaður meira en áður fyrir fundi innanhúss.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, tók í sama streng og sagðist telja að vinnutengdar ferðir í atvinnulífinu verði almennt færri en var fyrir heimsfaraldur. „Sérstaklega held ég að styttri ferðum til að sækja aðeins einn eða tvo fundi eigi eftir að fækka. Atvinnulíf um heim allan hefur vanist fjarfundum og upplifað gagnsemi þeirra og skilvirkni og því mun fjölga þeim tilfellum þar sem ferðalögin eru talin óþörf,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri