fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Daði og Stigamagnið – Svona fór símakosningin í Eurovision: Þrjú lönd gáfu Íslandi 12 stig – þrjú lönd ekki hrifin

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 09:45

Daði og félagar hans í Gagnamagninu nutu meiri vinsælda hjá dómnefndum landanna en almenningi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit náðu Daði og Gagnamagnið þeim frábæra árangri að lenda í fjórða sæti Eurovision-söngvakeppninnar sem lauk í Rotterdam í gær. Um er að ræða besta árangur sem nokkur þjóð hefur náð sitjandi í sófa á hóteli.

Alls hlutu Daði og félagar 378 stig og skiptust þau þannig að 198 komu frá dómnefndum landanna 39 sem kusu en 180 stig komu frá símakosningu almennings.

Í útsendingunni fengu áhorfendur að sjá niðurstöður dómnefnda og voru það aðeins Austurríkismenn sem gáfu okkur Íslendingum 12 stig. Er það fullt tilefni fyrir fullbólusetta Íslendinga að flykkjast á jólamarkaðinn í Vín eftir hálft ár eða svo.

Þau lönd sem höfðu á að skipa dómnefndum með góðan smekk á tónlist voru annars þessi:

12 stig: Austurríki
10 stig: Danmörk, Bretland, Pólland, Lettland, Holland, Króatía, Slóvenía
8 stig: Finnland, Ástralía, Írland, Tékkland, Ítalía, Portúgal og Eistland.

Aðeins Ísrael, Rússar og Malta gáfu Íslandi ekki stig í kosningunni.

Í símakosningunni fengu Íslendingar  síðan 12 stig frá þremur þjóðum.

12 stig: Danmörk, Finnland, Ástralía
10 stig:
Austurríki, Bretland, Írland, Svíþjóð, Noregur
8 stig:
Pólland, Holland.

Í heildina fengu Íslendingar því flest stig frá Austurríki og Dönum eða 22 stig og næst komu Finnar, Bretar og Ástralir með 20 stig. Fæst stig komu samtals frá Ísrael, Georgíu og Rússlandi eða aðeins 1 stig frá hverju landi.

Má ætla að þessar tölur muni hafa áhrif á utanríkisstefnu Íslands næsta árið eða svo.

Íslenskir sjónvarpsáhorfendur greiddu atkvæði sín á þessa leið

12 stig: Finnland

10 stig: Svíþjóð

8 stig: Úkraína

7 stig: Frakkland

6 stig: Sviss

5 stig: Ítalía

4 stig: Litháen

3 stig: Malta

2 stig: Portúgal

1 stig: Noregur

 

Nánar er hægt að skoða stigagjöfina á heimasíðu Eurovisionworld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Einar harmar fjöldauppsagnir Trump á veðurfræðingum – „Vara við ferðum fellibylja og vakta Tsunami bylgjur“

Einar harmar fjöldauppsagnir Trump á veðurfræðingum – „Vara við ferðum fellibylja og vakta Tsunami bylgjur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skáksnillingurinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky látinn

Skáksnillingurinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky látinn
Fréttir
Í gær

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 
Fréttir
Í gær

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum
Fréttir
Í gær

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni