fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Orri hótar að segja upp Mogganum – „Hvar eru bullmörkin í ritstjórnarefni?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Björnsson, sjálfstæðismaður og forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalíf, er rasandi yfir Staksteinum Morgunblaðsins í dag. Orri segir að einhver takmörk verði að vera fyrir bulli sem birtist í ritstjórnargreinum blaðsins.

Staksteinapistillinn sem fer fyrir brjóstið á Orra fjallar um Covid-veiruna en þar segir meðal annars að veiran drepa tugi milljóna manna árlega og að æðsti maður bandarískra sóttvarna hafii dælt ógrynni fjár í rannsóknarstofu í Wuhan í Kína sem beri ábyrgð á tilurð veirunnar:

„Það er von að Wu­h­an-veir­an setji menn í upp­nám hvenær sem hún er nefnd. Sein­ast komst í há­mæli að Ant­hony Fauci, æðsti maður banda­rískra sótt­varna, hefði í mörg ár látið dæla ógrynni fjár í rann­sókn­ar­stof­una frægu í Wu­h­an!

Það þótti mörg­um grun­sam­legt og sögðu nú enn erfiðara en áður að treysta áróðurstil­b­urðum Heil­brigðis­stofn­un­ar Sþ um að Kína hefði hvergi komið nærri upp­hafi far­ald­urs­ins.

En stofn­un­in hef­ur í sam­ráði við Wu­h­an-mann­skap­inn ríg­haldið í leður­blöku­kenn­ing­una! Leður­blök­unni er kennt um að hafa upp á eig­in spýt­ur sett ver­öld­ina á hliðina og borið ábyrgð á dauða millj­óna manna! Kenn­ing­in um leður­blök­una þykir nægj­an­lega biluð til að hægt sé að fá fjöld­ann til að trúa henni.

Á hverju ein­asta hausti er gamla góða flens­an sögð leggja upp frá Kína án at­beina leður­blök­unn­ar. Hundruð millj­óna veikj­ast og millj­ónatug­ir veik­b­urða deyja. Eng­inn hef­ur þó stöðu grunaðs eft­ir ára­tuga árás­ir. Ekki einu sinni leður­blaka.

Fauciar um all­an heim virðast sætta sig við að stund­vís­asta veira sög­unn­ar mæti í vest­ur­hluta heims hvert haust með af­leit­um af­leiðing­um.

Kannski er kom­inn tími til að þeir ræði þetta mál í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs. Eða er það rang­minni að Wu­han­borg hafi verið vina­bær Kópa­vogs í tæpa tvo ára­tugi?“

 

Orri segir um þetta í Facebook-færslu:

„Þarf ekki að fara að sprauta honum?
Að flensan drepi tugmilljónir árlega???
Og annað eftir því.
Hvar eru bullmörkin í ritstjórnarefni?
Hversu mikið má rugla og þrugla og hræða fólk og afvegaleiða?
Þessu verður að fara að ljúka, ANNARS segi ég upp áskriftinni í annað sinn á ævinni!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að margir Pólverjar muni leita til Íslands á næstunni

Telur að margir Pólverjar muni leita til Íslands á næstunni
Fréttir
Í gær

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna
Fréttir
Í gær

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“