fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Lögreglunni gert að hefja rannsókn á líkamsárásarmáli á nýjan leik – Linda fagnar niðurstöðunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur gert lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókna á nýjan leik á kæru Lindu Gunnarsdóttur á hendur fyrrverandi sambýlismanni hennar vegna líkamsárásar á meðan þau voru í sambandi. Ríkissaksóknari hefur þar með fellt ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá í febrúar um að hætta rannsókn málsins úr gildi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fréttablaðið fjallaði um málið um síðustu helgi en í þeirri umfjöllun kom fram að á meðan Linda var í sambandi með umræddum manni í um tvö ár hafi hann beitt hana bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í samtali við Fréttablaðið sagði Linda að niðurstaða ríkissaksóknara væri jákvæð en aðeins eitt skref af mörgum í rétta átt. „Fyrir þolanda, að þurfa að ganga í gegnum allt þetta ferli finnst mér sláandi, sú ákvörðun ein og sér að kæra er nógu erfið,“ er haft eftir Lindu.

Kæra Lindu snýr að atviki frá árinu 2015. Hún segir að þáverandi sambýlismaður hennar hafi þá ráðist á sig. Eftir að hann kom heim eftir að hafa verið úti að skemmta sér komst hún að því að hann hefði haldið framhjá henni. Hún vakti hann morguninn eftir, sleit sambandinu og rak hann út. Hún segir að hann hafi þá kýlt hana og slegið ítrekað og hrint henni í gólfið og þurfti hún að fara á bráðamóttöku í kjölfarið.

Samkvæmt áverkavottorði var Linda með átta áverka á líkamanum, þar á meðal var hún viðbeinsbrotin. Hún lagði fram kæru í fyrra en hún segist ekki hafa áttað sig almennilega á hverju hún hafði orðið fyrir, fyrr en hún fór að opna á málið.

Í febrúar ákvað lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að hætta rannsókn málsins þar sem í því stæðu orð gegn orði og langt væri liðið frá atburðinum. Maðurinn hafði þá neitað sök í skýrslutöku og hélt því fram að Linda hefði ráðist á sig og dottið.

Í ákvörðun ríkissaksóknara kemur fram að hann telji að rannsókn málsins sé ekki lokið og leggur hann því fyrir lögreglustjóra að taka málið til rannsóknar. Vísað er til þess að lögreglan hafi ekki óskað eftir myndum af áverkum Lindu þrátt fyrir að í áverkavottorði komi skýrt fram að lögreglan þyrfti aðeins að óska eftir þeim og að vitni, sem Linda tilgreindi, voru ekki kölluð í skýrslutöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segjast ekki vera að reka þvottahús en Heilbrigðiseftirlitið segir annað

Segjast ekki vera að reka þvottahús en Heilbrigðiseftirlitið segir annað