fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Töluverður vöxtur í bókunum frá Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 08:00

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hafa ferðaþjónustufyrirtæki fundið fyrir töluverðum vexti í bókunum og þá aðallega frá Bandaríkjunum. „Við getum með góðri samvisku sagt að þetta líti töluvert betur út en við áttum von á fyrir tveimur mánuðum síðan,“ hefur Markaður Fréttablaðsins eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í umfjöllun um málið í dag.

Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, tók í sama streng en Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. „Það er ljóst að ákvörðunin um að taka á móti bólusettum Bandaríkjamönnum hefur haft mjög jákvæð áhrif. Um leið sáum við bókanir byrja að tikka inn. Þeim fjölgar jafnt og þétt þannig að hver vika er betri en sú fyrri,“ er haft eftir honum.

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Icelandair, sagði að hlutirnir hafi gerst mjög hratt þegar Bandaríkjamenn gátu loksins farið að ferðast.

Það kemur ferðaþjónustunni vel að mörgu leyti að hlutfall Bandaríkjamanna sé hátt því þeir virðast dvelja lengur og kaupa meiri afþreyingu en tíðkast sagði Jóhannes Þór. „Þetta virðist vera fólk sem hefur ekki varið peningum í utanlandsferðir í töluverðan tíma og ekki orðið fyrir fjárhagslegu áfalli,“ er einnig haft eftir honum.

En þessi einsleitni ferðamanna hefur þær afleiðingar að sum ferðaþjónustufyrirtæki hafa ekki haft mikil tækifæri til tekjuöflunar til þessa. „Þetta skiptist misjafnt eftir því hvort fyrirtæki þjónusta hópa eða einstaklinga. Eins og stendur eru þetta ferðamenn sem ferðast á eigin vegum. Þeir ferðast með bílaleigubílum frekar en rútum,“ er haft eftir Jóhannesi Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“
Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu