Árleg forvarnarherferð Stígamóta – SJÚKÁST – um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna er komin í loftið. Í ár leggja Stígamót sérstaka áherslu á að ungt fólk þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullu samböndum og hafa til þess sett í loftið sambandspróf á heimasíðu átaksins.
Prófið má taka með því að smella hér.
Til að vekja athygli á sambandsprófinu fengu Stígamót til liðs við sig áhrifavaldana Patrek Jamie, Villa Netó, DJ Dóru Júlíu, Emblu Wigum, Kristófer Acox og Helga Ómarsson í myndbandsupptökur. Myndböndin má nálgast hér og á öllum helstu samfélagsmiðlum:
„Sambandsprófið er byggt á reynslu okkar á Stígamótum og inniheldur raunveruleg dæmi sem komið hafa upp í ráðgjöf. Það er mikilvægt að vita hvað er í lagi og hvað ekki, svo hægt sé að rækta heilbrigð samskipti í sambandinu og þekkja hættumerki. Það er hjálplegt bæði til að breyta og bæta eigin hegðun sem og að átta sig á því ef verið er að beita mann ofbeldi,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta.