fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segja að lokun flugbrautar skapi hættu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 09:00

Flugvöllur í Hvassahrauni myndi leysa Reykjavíkurflugvöll af hólmi. Mynd -Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef flugvél, sem þurfti að lenda í hliðarvindi á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu, hefði getað notað flugbraut, sem var nýlega lokað, hefði verið hægt að koma í veg fyrir skemmdir á henni. Á umræddri flugbraut er búið að koma fyrir efnishrúgu og hindrunum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Matthíasi Sveinbjörnssyni, formanni Flugmálafélags Íslands, að þessar hindranir séu ekki í þágu öryggis því þær útiloki notkun brautarinnar í neyðartilvikum. „Vélin sem þarna átti í hlut lenti á braut sem var í notkun en vegna þess að það var hliðarvindur á þeirri braut lenti hún í vandræðum, skemmdist illa og þurfti að fara í miklar viðgerðir í kjölfarið,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að svona hindranir hafi ekki sést á öðrum flugvöllum. Mölin geri það að verkum að erfitt sé að opna flugbrautina ef á þarf að halda. „Okkur finnst þetta svo mikill óþarfi því þetta er ekki í anda flugvirkja og ekki í þágu öryggis,“ sagði hann.

Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi gert alvarlegar athugasemdir við þetta vegna þess að ákvörðunin hafi verið byggð á gölluðum verkfræðiskýrslum. „Það er búið að gera þessa flugbraut ónothæfa fyrir almennan rekstur en það er líka búið að gera hana ónothæfa til að nota í neyðartilfellum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum