fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fréttir

Kolbrún ætlar að halda áfram að vera maður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 08:16

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, er ekki hrifin af þeirri tilhneigingu í nútímanum að forðast notkun orðsins „maður“ nema þegar það vísar til karlmanns. Nokkur umræða hefur verið um þetta í vikunni. Kolbrún blandar sér í þá umræðu í leiðara Fréttablaðsins í dag:

„Það er gott til þess að vita að íslenskan eigi öfluga stuðningsmenn sem standa vörð um hana og vara við af bökun á henni. Í þessum hópi er Vala Hafstað sem nýlega skrifaði prýðisgóða, bráðskemmtilega og snarpa grein í Fréttablaðið um af bökun tungumálsins. Meðal annars tók hún dæmi um orðið „maður“ sem margir forðast nú um stundir að taka sér í munn. Orðið er nefnilega karlkyns og í samtímanum þykir það verulega afleitt, reyndar svo mjög að talin er rík ástæða til að varast notkun þess.“

Kolbrún tilgreinir nokkur dæmi um það þegar sneitt er hjá notkun orðsins „maður“:

„Dæmi um þetta sjást víða. Þannig er um hver áramót ekki lengur valinn „maður ársins“ heldur
„manneskja ársins“. Einnig er reynt með öllum ráðum að tala um „fólk“ eða „aðila“ til að neyðast ekki að segja hið vonda orð „maður“. Þannig þykir betra, eins og Vala nefnir í grein sinni, að segja „hestafólk“ í staðinn fyrir „hestamenn“, lögreglufólk í staðinn fyrir lögreglumenn og svo framvegis.“

Kolbrún segir þó að úthýsing orðsins gangi ekki nægilegt skilvirkt fyrir sig því einhverjir láti sér ekki segjast. Þannig sé viðtalsþáttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem heiti Mannamál en ekki „Aðilamál“ eða „Manneskjumál“.

Kolbrún segir að hér áður fyrr hefði verið lögð áhersla á að konur væru líka menn. Þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til embættis forseta Íslands hafi hún ekki sagst bjóða sig fram vegna þess að hún væri kona heldur vegna þess að hún væri maður. En nú eru breyttir tímar:

„Nú er hins vegar ríkjandi hneigð í þá átt að líta svo á að konur séu ekki menn. Þær konur sem telja sig hins vegar enn til manna hljóta að hafa fullan rétt til þess. Sú sem þetta skrifar titlar sig til dæmis sem blaðamann og ætlar ekki að gefa þann titil eftir baráttulaust enda er orðið blaðakona ekki eins hljómfagurt . Hún segir einnig oft: „Manni finnst nú … maður ætti að …“, meðan kunningjakona hennar ein, sem því miður er orðin fórnarlamb málfarsrétttrúnaðarins, passar sig vandlega á að segja: „Konu finnst nú … kona ætti að …““

Kolbrún segir að erfitt verði að snúi við þeirri þróun sem orðið hefur en uppgjöf sé ekki í boði. Á meðan henni endist líf ætli hún að vera stolt af því að vera maður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir kennara ekki vera í alvöru verkfalli – „Missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu“

Segir kennara ekki vera í alvöru verkfalli – „Missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hrapaði ellefu ára í gegnum þakið á Skeiðalaug – Vildi bætur frá hreppnum

Hrapaði ellefu ára í gegnum þakið á Skeiðalaug – Vildi bætur frá hreppnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Getur ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð í gærkvöldi

Getur ekki orða bundist eftir að hafa hlustað á Sigmund Davíð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Demókratar eru farnir að kenna George Clooney um hvernig fór

Demókratar eru farnir að kenna George Clooney um hvernig fór