fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 13:07

Frá vinstri: Eiríkur Guðmundsson, Hallgrímur Helgason og Guðbergur Bergsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvæntar vendingar urðu í Metoo-umræðunni í dag er hinn landsþekkti rithöfundur, Hallgrímur Helgason, steig fram og sakaði útvarpsmanninn Eirík Guðmundsson um að hafa smánað sig eftir að Hallgrímur steig fram og lýsti nauðgun gegn sér.

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi í Þýskalandi á unga aldri og greindi frá því í bók sinni, „Sjóveikur í München“, sem kom út fyrir nokkrum árum. Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson hæddist að játningum Hallgríms í illkvittnislegum pistli. Eiríkur gerði sér lítið fyrir og las pistilinn upp á Rás 1 með tilþrifum. Þetta sárnar Hallgrími.

Eiríkur lagði orð í belg í Metoo-umræðunni  í gær og sagði:

„Þær fáu stelpur sem ég hef verið með í lífinu, öllum nauðgað, eða þær smánaðar með yfirgengilegum hætti. Þær sögðu mér frá því yfirleitt seint og um síðir. Höfðu ekkert gert. Ég gerði ekkert. Fjandinn hirði mig fyrir það. Nú held ég verði nýjir tímar, ég mun að minnsta kosti leggja mitt að mörkum til að svo megi verða.“

Þetta verður Hallgrími tilefni til að rifja upp þetta óþægilega mál er Guðbergur og Eiríkur gerðu lítið úr reynslu hans af ofbeldi. Þar segist hann ekki hafa ætlað að blanda sér í Metoo-umræðuna því honum finnst að stúlkur og konur eigi að eiga sviðið. En hann gat ekki orða bundist eftir skrif Eiríks. Síðan rifjar hann upp málið:

Fyrir sex árum síðan kom út skáldsaga eftir mig þar sem ég sagði frá nauðgun sem ég mátti þola sem ungur maður. Átrúnaðargoð Eiríks, rithöfundurinn Guðbergur Bergsson, brást við með blaðagrein þar sem hann gerði stólpagrín að þessu, já, grín að nauðgun, sakaði mig um að hafa skáldað þetta upp í þeirri von að selja fleiri bækur og klykkti út með: “Hvaða kynvillingur hafði svona slæman smekk?” Þetta voru sannarlega furðuleg skrif en snertu mig þó ekki svo, Guðbergur hafði áður afsakað nauðgara og gert grín að stelpum sem urðu fyrir barðinu á þeim, hann var því bara klikkhausinn í þessari umræðu og skrif hans í raun beint út úr kjallara kommentakerfanna.

Að öðru leyti upplifði ég bara stuðning og pepp í samfélaginu.

Þegar hinsvegar viku síðar ég var á heimleið í bílnum og kveikti á Víðsjá hóf Eiríkur Guðmundsson þáttinn á því að lesa allan pistil Guðbergs, átrúnaðargoðs síns, og smjattaði á orðum hans líkt og hann hefði gaman af. Ég átti erfitt með að trúa því sem var að gerast. Stjórnandi helsta menningarþáttar Ríkisútvarpsins var að grínast með nauðgunina sem ég lenti í!

Þetta var áfall, þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í, “secondary victimisation” heitir það á fræðimáli, þegar þolendur segja frá og verða fyrir aðkasti og spotti samfélagsins, (algengt á landsbyggðinni þegar stelpurnar segja frá og upplifa það í kjölfarið að þær séu hinn seki). Mér leið eins og nauðgunin hefði verið endurtekin og brotnaði saman, var þungur í margar vikur og endaði í tíma hjá Stígamótum, skref sem ég hefði reyndar átt að taka löngu fyrr, skref sem gerði mér mjög gott.“

Hallgrímur greinir síðan frá tilraunum þeirra Eiríks til að gera upp þetta mál ári síðar en lítið kom út úr því.

Pistil hans í heild má lesa með því að smell á tengilinn hér fyrir neðan.

 

https://www.facebook.com/hallgrimur.helgason.9/posts/10159035924064178

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári