Nói Siríus kynnti nýja vöru á markaði í gær. Varan ber nafnið Tromp Hvellur og eru hvellirnir bitar í 250 gramma kassa. Bitarnir innihalda marsípan ofan á lakkrís og hjúpað með hríssúkkulaði. Það vekur þó athygli að Góa selur nákvæmlega sömu vöru undir nafninu Appolo Lakkrís-bitar.
Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu, var ekki sáttur með þetta útspil Nóa Siríus þegar DV náði tali af honum.
„Þetta er mikil stæling á góðri vöru, verið að reyna að stela góðri vöru. Við byrjuðum að selja bitana í fyrra og þeir seldust óheyrilega vel,“ segir Atli en bitarnir voru einungis til sölu yfir sumartímann og átti salan á þeim að hefjast aftur á næstu dögum.
https://www.facebook.com/noisirius/posts/10159159795882485
„Varan er að koma aftur á markað í þessum töluðu orðum og þá kemur þetta. Þetta er okkar gæða Appolo-lakkrís og súkkulaði frá Góu. Svona er þetta því miður. Ég veit ekki hvað maður á að segja meira, þetta er bara lélegt,“ segir Atli þegar hann lýsir yfir vonbrigðum sínum á þessu útspili Nóa.
Aðspurður segir Atli að ekkert sé hægt að gera í þessu lagalega séð.
„Þetta er nú bara alþekkt í þessum bransa, allir að stela frá hvorum öðrum. En þetta er ekki eðlilegt, líkindin eru nú fullmikil.“