fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Biðla til fólks um að ljúka sóttkví í sóttvarnarhúsinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 08:00

Mynd: Íslandshótel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ólögmætt sé að krefjast þess að fólk, sem kemur til landsins frá skilgreindum áhættusvæðum, fari í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi.

Dómurinn úrskurðaði í þremur málum er snúast um lögmæti þess að farþegar voru skyldaðir til að dvelja í farsóttarhúsi. Fimm kærur hafa verið lagðar fram og var úrskurðað í þremur þeirra í gær.

Fréttablaðið hefur eftir Jóni Magnússyni, lögmanni konu sem dvelur í farsóttarhúsi með dóttur sinni, að úrskurðurinn eigi við um þá sem geti sýnt fram á að þeir geti verið í sóttkví á heimili sínu hér á landi og hafi að öllum líkindum fordæmisgildi fyrir fólk sem er í sömu stöðu og umbjóðendur hans.

Fyrstu farþegarnir voru fluttir á sóttkvíarhótelið þann 1. apríl. Heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem segir að nú fari sóttvarnalæknir og ráðuneytið yfir úrskurðinn. Eins og staðan sé núna verði brugðist við honum með því að tilkynna þeim sem dvelja á sóttkvíarhótelum að þeim sé frjálst að ljúka sóttkví annars staðar ef þeir hafa viðunandi aðstöðu til þess. Sóttvarnayfirvöld biðla samt sem áður til þeirra sem dvelja á sóttkvíarhótelum að ljúka sóttkví á þeim því það sé besta leiðin til að draga úr útbreiðslu COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi