fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Skjálftahrina við Eiturhól en gos ekki að hefjast

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær varð jarðskjálfti upp á 3,8 við Eiturhól á Mosfellsheiði. Hann fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn er hluti af hrinu sem hófst í fyrrinótt en flestir hafa þeir verið litlir og á miklu dýpi. Eldgos er því ekki að hefjast á svæðinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Hann sagði að virkni hafi verið við Eiturhól síðustu tvær vikur, þar hafi nokkur hundruð skjálftar orðið og ef málin séu skoðuð aftur til janúar sjáist að töluverð virkni hafi verið á svæðinu. „Það er samt pínu óalgengt að það séu svona margir í einu,“ sagði hann.

Hann sagði að ekkert bendi til að þessi skjálftavirkni tengist eldsumbrotunum í Geldingadölum. „Við fylgjumst vel með hvernig þetta þróast en það er alltaf óþægilegt að fá skjálfta upp á 3,8 sem fannst víða. Við sjáum til með framhaldið þó engin merki séu um gosóróa,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði