fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Íslendingur látinn eftir hrottalega árás fyrir utan heimili sitt í Kópavogi – Uppfærð frétt

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 19:01

Kópavogur. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV lést íslenskur maður á Landspítalanum í morgun af alvarlegum áverkum sem hann fékk þegar fjöldi manna réðist á hann fyrir utan heimili hans í Kópavogi í gær.

Maðurinn var rúmlega þrítugur. Talið er að þeir sem réðust á manninn hafi tengsl við erlend glæpasamtök.

DV hefur ítrekað reynt að ná í lögreglu í dag vegna málsins en án árangurs. Hvorki símtölum né sms-skilaboðum hefur verið svarað.

Uppfært kl. 19:16

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um klukkustund síðan maðurinn var úrskurðaður látinn. Ekki er búið að ná í alla nánustu aðstandendur.

Málið er ekki talið hafa nein tengsl við morðið í Rauðagerði.

Von er á tilkynningu frá lögreglu á hverri stundu.

Uppfært kl 19:45

RUV greinir frá því að þrír erlendir ríkisborgarar séu í haldi lögreglu og málið sé rannsakað sem manndráp.

Engin tilkynning hefur enn borist frá lögreglu.

Uppfært kl. 20:00

Svohljóðandi tilkynning var að berast frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu:

Karlmaður um þrítugt lést á Landspítalanum í dag, en þangað var maðurinn fluttur í gærmorgun eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Kórahverfinu í Kópavogi. Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 8.51 að morgni föstudagsins langa, en málsatvik voru í fyrstu mjög óljós. Þrír hafa í dag verið handteknir vegna málsins, en rannsóknin er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þremenningunum liggur ekki fyrir.

Málið er rannsakað sem manndráp.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir