Frá og með 1. apríl er þeim sem koma frá löndum sem eru skilgreind sem hættusvæði skylt að dvelja í sóttvarnarhúsi í fimm daga. Þessi breyting hefur verið mikið rædd seinustu daga og þeir sem dvelja þar hafa kvartað yfir aðstöðu Fosshótels í Þórunnartúni sem notað er sem sóttvarnarhótel.
Sumir hafa lýst hótelinu sem gúlagi eða Norður-Kóreu en ekki er leyfilegt fyrir íbúa hótelsins að yfirgefa herbergi sín í fimm daga. Upphaflega átti að hleypa fólki í hálftíma göngutúr á dag en því hefur verið hætt.
DV tók saman nokkur tíst frá fólki sem höfðu eitthvað um málið að segja.
Allir sem eru að tala um að það sé brot á stjórnarskrá og mannréttindum fólks að skikka fólk á sóttvarnarhótel þegar það kemur yfir landamærin vegna þess að það sé svo mikil frelsissvipting fólgin í því hafa aldrei talað um flóttamannabúðirnar á Ásbrú á sama hátt.
— bassi maraj superfan #stopasianhate (@asgeirsd) April 2, 2021
Fólk er ekki að spyrja stóru spurninganna um þessi sóttvarnarhótel.
Er minibar já eða nei?— Ragz (@hleri) April 2, 2021
“Ríkisstjórnin að skikka fólk í sóttvarnarhótel hvað er í gangi?”
Hvað viltu gera? Virðist ekki vera hægt að slaka neitt á tilefnislausum ferðalögum, það er ekki búið að bólusetja alla. Þú getur ekki fengið allt í lífinu og svo kvartað yfir mjög eðlilegum viðbrögðum— 💎 Donna 💎 (@naglalakk) April 2, 2021
Það er í alvöru fólk hérna sem er að segja að það sé eðlilegt að læsa fólk inni, 24 tíma dagsins, í 5 daga til að tryggja sóttkví.
Ég held að það sé augljóst að ekki er búið að hugsa þetta til enda. Ef ég hefði ekki getað farið í göngutúr með börnin mín þá hefðum við misst vitið
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) April 3, 2021
Gæti ekki orðað þetta betur. Er skíthræddur við fólk sem finnst ekkert sjálfsagðara en að loka saklaust fólk inni í sóttvarnarfangelsi. Þótt þetta sé ekki Gúlag eða Norður Kórea er þetta svívirðileg aðför að frelsi fólks. Þótt sumir keyri of hratt bönnum við ekki bíla. https://t.co/Os9BuVQpkG
— Alexander Freyr (@alexander_freyr) April 3, 2021
Þetta er langbesta teikið. Hefur ekkert með það að gera að fólki finnist ekki sjarmerandi að láta læsa sig inni án þess að fá að sjá beran himin eða anda að sér frísku lofti í 5 daga. Nei, við ætluðum öll bara að svindla á sóttkví. Hvert og eitt einasta. https://t.co/HfGEUfLN6c
— Þórunn Jakobs (@torunnjakobs) April 3, 2021