fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Verjandi þjarmar að lögreglumönnum vegna órannsakaðrar gosflösku – Tannlæknaskýrslur notaðar til að bera kennsl á líkin

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 16:00

Sakborningurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nota þurfti tannlæknaskýrslur til þess að bera kennsl á lík tveggja þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg. Þetta kom fram í skýrslu lögreglumanna fyrir dómi í dag en aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsmálinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Sjá nánar: Kaos, ringulreið og neysla á vettvangi brunans – Var í augnsambandi við manninn sem lést – „Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir“

Fyrir hádegi gáfu almennir lögreglumenn og sérsveitarmenn sem voru fyrstir á vettvang skýrslu í málinu. Lýstu þeir mikilli ringulreið á vettvangi, en einn maður lá alvarlega slasaður eftir að hafa stokkið út um glugga þegar fyrsti lögreglumaðurinn kom á vettvang. Lýsti annar lögreglumaður því að hafa náð augnsambandi við annan mann inni á þriðju hæð. „Hann hvarf svo inn í reykinn og sást ekki meir,“ sagði lögreglumaðurinn.

Eftir hádegi komu svo menn frá tæknideildarmenn og gáfu skýrslu. Kom meðal annars fram í máli þeirra að rannsókn hefði leitt í ljós að eldur hafi verið kveiktur á tveimur stöðum, annars vegar á stigapalli þar sem stigi liggur á milli 2. og 3. hæðar hússins og hins vegar inni í herbergi Mareks. Þó væri ekki hægt að staðhæfa á hvorum staðnum eldur hafi verið fyrst verið kveiktur.

Lýstu lögreglumennirnir því að engar raflagnir væru á svæðinu þar sem eldurinn kom upp og staðhæfðu þeir að yfirgnæfandi líkur væru á að eldur hafi verið borinn að eldfimu efni sem sprautað hafði verið á gólfið.

Gosflaskan ekki rannsökuð

Daginn eftir brunann fannst hálfs lítra gosflaska sem stungið hafði verið gat á við húsið. Flaskan lá á kafi í vatni úr slökkvistarfinu og annarri drullu. Flaskan var þó talin geta verið sönnunargagn í málinu og var því gengið frá henni og hún send til frekari rannsóknar. Kom þá fram í málinu að flaskan væri enn til og ekkert því til fyrirstöðu að framkvæma slíka rannsókn nú.

Síðar tilkynnti saksóknari í málinu að hún hefði óskað eftir því að flaskan yrði rannsökuð.

Stefán Karl Kristjánsson, verjandi ákærða í málinu, Mareks Moszczynski, gekk fast á lögreglumennina. Krafðist hann meðal annars svara við því hvers vegna föt Mareks voru ekki rannsökuð, hvers vegna föt Íslendinganna sem handtekin voru á vettvangi voru ekki rannsökuð og hvers vegna lífsýna á flöskunni hafi ekki verið leitað.

Þá spurði Stefán lögreglumennina hvort „pollarnir“ sem þeir greindu í brunaförum á gólfi hússins hefðu getað orsakast af öðrum ástæðum, til dæmis hvort matarolíuflaska hefði getað sprungið við brunann og sú olía brunnið og myndað þannig umrædda brunabletti, eða „polla.“ Lögreglumennirnir höfðu efasemdir um að svo gæti verið.

Tannlæknaskýrslur og kranabílar

Auk brunarannsóknarlögreglumanna gaf lögreglumaður hjá tæknideild sem annaðist rannsókn á líkamsleifum þeirra látnu skýrslu. Maðurinn lýsti deginum sem annasömum, vægast sagt. „Það fór allt á annan endann í borginni þennan dag,“ sagði lögreglumaðurinn.

Þegar hann kom á vettvang sagðist hann hafa farið fyrst í að skoða andlát konunnar sem féll úr glugga á 3. hæð hússins en fljótlega eftir það hafi hann fengið upplýsingar um að enn væru tveir einstaklingar inni í húsinu.

Þegar hægja tók á slökkvistarfi sáu slökkviliðsmenn illa farið lík í gegnum glugga á 3. hæð hússins. „Ég fer þarna í körfuna upp og tek myndir inn um gluggann. Þar er mjög illa farið lík.“ Reyndist það maðurinn sem fyrr um daginn hafði náð augnsambandi við lögreglumanninn sem gaf skýrslu fyrr í dag.

Þrír létust í brunanum. Konan sem féll út um gluggann lést við fallið auk karls og konu sem náðu ekki að koma sér út úr brennandi húsinu. „Við vissum að þetta væri verkefni fyrir kennslanefnd,“ sagði lögreglumaðurinn í dag. „Líkið frá slysadeild var auðþekkjanlegt, við sáum að það var kona.“ Rjúfa þurfti gat á þak hússins með svokölluðum krabba til þess að komast að líki hinnar konunnar inni í húsinu.

Kom þá fram í máli lögreglumannsins að notast þurfti við tannlæknaskýrslur til þess að bera kennsl á lík mannsins og konunnar sem ekki komst út úr húsinu.

Lögreglumenn tæknideildar fylgdu líkum þeirra eftir á líkhús áður en þeir snéru sér svo að líkamsrannsókn á hinum grunaða í málinu. Þegar þangað var komið urðu lögreglumennirnir þó frá að hverfa þar sem sá grunaði hafði atað klefa sinn út í mannasaur. „Ég mat það svo að það myndi setja okkur og hann í hættu að fara með hann í líkamsskoðun,“ útskýrði lögreglumaðurinn. Þess í stað var fenginn læknir á staðinn til þess að meta ástand mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings