fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Þröstur Leó: „Það var svo mikið gert grín að mér. Þetta var alveg hræðilegt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 17:30

Þröstur Leó Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Leó Gunnarsson, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, var gestur í útvarpsþættinum Mannlegi þátturinn á Rás 1. Þar ræddi hann um allt og ekkert en hann talaði meðal annars um það þegar konan hans fékk símtal þar sem spurt var hver væri að sjá um dánarbú Þrastar. „Ég veit það ekki, viltu ekki bara tala við líkið?“ sagði eiginkona hans þá og rétti Þresti símann.

Konan sem hringdi til að spyrja um dánarbúið afsakaði sig og sagði að þetta væri misskilningur. Þá mundi Þröstur að hann hafði séð dánartilkynningu um mann sem hafði svipað nafn og hann en misskilningurinn kom líklega þaðan. Hann segir að konan sem hringdi hafi verið í rusli þegar hún komst að því að hún hafi hringt í vitlausan mann. „Konugreyið var alveg í rusli,“ segir Þröstur í þættinum.

„Það var svo mikið gert grín að mér. Þetta var alveg hræðilegt.“

Það var þó ekki bara rætt um vitlausa dánarbúið heldur líka um sjómennsku Þrastar. Hann var aðeins 16 ára gamall þegar hann var byrjaður að fara á sjó en hann segir frá skemmtilegri sögu af sjónum í þættinum. Þröstur ætlaði nefnilega að fá sér húðflúr í einum túrnum en þá var hann einmitt bara 16 ára gamall. „Við fórum þarna fimm saman, vorum að drekka bjór á meðan við vorum að bíða, nema ég sofna,“ segir Þröstur en hann fékk ekki húðflúr þarna því húðflúrarinn vildi ekki húðflúra menn sem voru jafn ölvaðir og Þröstur var.

Þröstur var ekki sáttur með að fá ekki húðflúrið og vildi gera eitthvað annað í staðinn. „Ég ætla að láta lita á mér hárið strákar í staðinn,“ sagði hann við félaga sína þá. Þröstur fann hárgreiðslukonu til að lita hárið á sér grænt en hún sagði að það væri ekki tími til þess. Í staðinn fékk hann permanent.

„Ég er með svona þunnt sítt hát og hún setti í mig lambakrullur. Hárið skrapp svona saman og varð eins og hattur á mér þegar ég kom heim,“ segir Þröstur en hann fékk ekki mikið hrós frá móður sinni þegar hún sá hann, hún sagði að nú skyldi hann vera klipptur. Krullurnar fengu því að fjúka en Þröstur segir í viðtalinu að krullurnar hafi verið skotspónn háðs.

„Það var svo mikið gert grín að mér. Þetta var alveg hræðilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Dagsektir verði lagðar á Hringdu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Í gær

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka