Foreldrar í Reykjavík sátu spenntir fyrir framan tölvuskjáinn klukkan tíu í morgun þegar opnaðist fyrir skráningu á sumarnámskeið á vegum borgarinnar í gegnum síðuna vala.is. Árlega er gefinn upp dagsetning og tími sem skráning hefst á sem iðulega endar á því að síðan hrynur og foreldrar um allan bæ víbra af taugaveiklun. Sér fólk fyrir sér að klúðra sumardraumum barna sinna og að mögulega komist öll börn á ævintýrleikjanámskeið – nema barnið þitt. Þetta er martröð flestra foreldra. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir að mögulega verði fyrirkomulagið skoðað fyrir næsta sumar en töluverð reiði greip um sig í kjölfar hrunsins.
Ein móðir sem DV ræddi við hafði þó ekki skilið við húmorinn í kvíðkastinu. Hún sagði að hún ásamt á annan tug mæðra í hverfinu sætu nú sveittar við tölvuna með geðheilbrigði heimilisins að veði. Allt kom fyrir ekki hvort sem um tölvu, síma eða mismunandi vafra var að ræða.„Við erum ein sog dólgarnir í Exit að reyna að dömpa hlutabréfum. Áður en verðið lækkar.“
Umferð á síðunni var svo mikil að vefurinn hrundi. Fólk fékk upp villumeldingu og tók það foreldra langan tíma að ná að skrá börnin sín á draumanámskeiðið.
https://www.facebook.com/Reykjavik/posts/10158961352060042
Nokkrir foreldrar ákváðu að taka reiði sína út á Twitter og lýstu þar yfir vonbrigðum sínum með kerfi borgarinnar. Einhverjir bentu á að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skráning á þessi námskeið hefur gengið erfiðlega á meðan aðrir veltu því fyrir sér hvort það verði bara námskeið í menningalæsi með Brynjari Níelssyni eftir þegar þeir komast að.
DV tók saman helstu viðbrögð foreldra við þessu klúðri borgarinnar.
Þori að veðja að þegar ég loks kemst inn á þennan hlandsúra frístundavef verður eina lausa námskeiðið menningarlæsi með Brynjari Níelssyni fyrir 10-12 ára.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) April 27, 2021
Öll að kvarta yfir því að sumarfrístundaskráningakerfið liggi niðri. Enginn að kvarta yfir því hvað það er í grunninn glatað kerfi að við séum öll í lok apríl að keppast um að skrá börnin okkar á námskeið út um allar trissur til að dekka pössun í sumarfríinu.
— Sólveig (@solveighauks) April 27, 2021
Hahaha og hvað á ég bara að sitja hérna i allan dag að reyna að skrá þetta barn á námskeið í sumar?
— Ólöf Anna (@olofanna) April 27, 2021
Þetta Frístundar fíaskó hjá Reykjavíkurborg er en eitt klúðir í stjórnsýslunni.
Það er skandall fyrir það fyrsta að fyrirkomulagið sé eins og verið sá að selja miða á Justin Biber þar sem fyrstir koma fyrstir fá.
— Daniel Scheving (@dscheving) April 27, 2021
Opið fyrir skráningu í sumarnámskeið í dag.
Stemningin: pic.twitter.com/hh7karJ38A
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) April 27, 2021
Og enn eitt árið þurfa fleiri en 12 foreldrar að skrá börnin sín, á sama tíma, á sumarnámskeið Reykjavíkurborgar. pic.twitter.com/mQ0nenv3wR
— Gunnar Sigurðarson (@gunnarsigur) April 27, 2021
Hvað er aftur númerið hjá honum Satani? Ég þarf að skrá barn í frístund.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) April 27, 2021