fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Vesturbærinn víbrar – „Við erum eins og dólgarnir í Exit að reyna að dömpa hlutabréfum áður en verðið lækkar“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar í Reykjavík sátu spenntir fyrir framan tölvuskjáinn klukkan tíu í morgun þegar opnaðist fyrir skráningu á sumarnámskeið á vegum borgarinnar í gegnum síðuna vala.is. Árlega er gefinn upp dagsetning og tími sem skráning hefst á sem iðulega endar á því að síðan hrynur og foreldrar um allan bæ víbra af taugaveiklun. Sér fólk fyrir sér að klúðra sumardraumum barna sinna og að mögulega komist öll börn á ævintýrleikjanámskeið –  nema barnið þitt. Þetta er martröð flestra foreldra. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir að mögulega verði fyrirkomulagið skoðað fyrir næsta sumar en töluverð reiði greip um sig í kjölfar hrunsins.

Ein móðir sem DV ræddi við hafði þó ekki skilið við húmorinn í kvíðkastinu. Hún sagði að hún ásamt á annan tug mæðra í hverfinu sætu nú sveittar við tölvuna með geðheilbrigði heimilisins að veði. Allt kom fyrir ekki hvort sem um tölvu, síma eða mismunandi vafra var að ræða.„Við erum ein sog dólgarnir í Exit að reyna að dömpa hlutabréfum. Áður en verðið lækkar.“

Umferð á síðunni var svo mikil að vefurinn hrundi. Fólk fékk upp villumeldingu og tók það foreldra langan tíma að ná að skrá börnin sín á draumanámskeiðið.

https://www.facebook.com/Reykjavik/posts/10158961352060042

Nokkrir foreldrar ákváðu að taka reiði sína út á Twitter og lýstu þar yfir vonbrigðum sínum með kerfi borgarinnar. Einhverjir bentu á að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skráning á þessi námskeið hefur gengið erfiðlega á meðan aðrir veltu því fyrir sér hvort það verði bara námskeið í menningalæsi með Brynjari Níelssyni eftir þegar þeir komast að.

DV tók saman helstu viðbrögð foreldra við þessu klúðri borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögmaður segir yfirvöld beita albanskan múrara óþarfa hörku – Flísalagði í Seðlabankanum en dvelst núna á Hólmsheiði

Lögmaður segir yfirvöld beita albanskan múrara óþarfa hörku – Flísalagði í Seðlabankanum en dvelst núna á Hólmsheiði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Geirdís missti heimili sitt í eldsvoða – „Ég er bara pokakerling á milli vina og ættingja“

Geirdís missti heimili sitt í eldsvoða – „Ég er bara pokakerling á milli vina og ættingja“
Fréttir
Í gær

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórinn fengið nóg: „Öm­ur­leg birt­ing­ar­mynd yfir þjón­ustu­stigið sem íbúum er boðið upp á”

Sveitarstjórinn fengið nóg: „Öm­ur­leg birt­ing­ar­mynd yfir þjón­ustu­stigið sem íbúum er boðið upp á”